Píratar

Færðu rétt greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun?
Ef þú ert bæði að fá ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins (TR) og líka greiðslur úr lífeyrissjóði þá ert þú mjög líklega að fá of litlar greiðslur frá TR. Af hverju?

Andrés Pírati flytur í næstu götu
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir hafa sett íbúð sína við Rauðalæk 14 í Laugarneshverfi í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 87,9 milljónir.

Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund
Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram.

Margrét nýr framkvæmdastjóri þingflokks Pírata
Margrét Rós Sigurjónsdóttir, umhverfisfræðingur og sérfræðingur í sjálfbærni, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Pírata.

Látum þau borða gaslýsingar
„Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“

Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi.

Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu
Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð.

Hætturnar við að stöðva alþjóðavæðingu
Ástæða þessarar greinar er aukning þjóðernispopúlisma og þau slæmu áhrif sem hann hefur á alþjóðavæðinguna út um allan heim. Ég held að mjög margir átti sig hreinilega ekki á því hversu gífurleg áhrif það myndi hafa á líf þeirra ef alþjóðavæðingin myndi stöðvast.

„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“
Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna.

Skrifum síðasta kaflann í myrkri sögu kjarnavopna
Í dag köllum við eftir kjarnavopnalausri veröld. Það er eina framtíðarsýnin sem vit er í – og eitthvað sem m.a.s. kjarnavopnabandalagið Nató segist stefna að. Því miður skortir mjög á markviss skref í þá áttina.

Til varnar gildum
Í pistli sínum skrifar Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðið þann 9. ágúst að koma þurfi kristnum gildum til varnar. Nákvæmlega hvaða gildi það eru lætur Óli Björn ósagt en tekur dæmi um áform til þess að banna trúboð í grunnskólum og „gerbylta stjórnarskrá” með því að vitna í Kristrúnu Heimisdóttur.

„Bless X“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er hættur á samfélagsmiðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til nýlega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast áform milljónamæringsins Elon Musk með miðilinn.

Sjávarútvegurinn er ekki undanþeginn lögum
Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga.

Frændhyggja í íslenskum stjórnmálum
Ísland, þekkt fyrir stórkostlegt landslag og líflega menningu, hefur einstakt félagslegt og pólitískt landslag. Með næstum 400.000 íbúa hefur eyþjóðin í gegnum tíðina einkennst af nánum samfélögum og sterkum skyldleikaböndum.

„Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála.

„Meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt“
Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar.

„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin.

Project Lindarhvoll
Greinargerð ríkisendurskoðanda sýnir hvernig helsti ráðgjafi fjármálaráðuneytisins mætir á fyrsta stjórnarfund Lindarhvols með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Þannig er lagt af stað í það verkefni að selja stöðugleikaeignir hrunbankanna á útsölu - verkefni sem átti að vera til fyrirmyndar þar sem andvirði eignanna væri hámarkað.

„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“
Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda.

Lindarhvolsskýrslan birt
Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis.

Frásagnir af dauða grasrótarinnar stórlega ýktar
Þingflokksformaður Pírata segir fregnir af dauða grasrótar flokksins stórlega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á umræðu- og kosningavef flokksins undanfarin tvö ár. Þingflokksformaðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heimsfaraldur. Flokkurinn er sem stendur húsnæðislaus.

Ábyrgðarlaust Alþingi þar sem hver bendir á annan
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata ritar athyglisverða grein þar sem hann fer yfir upplifun sína af þingstörfunum og starfsemi Alþingis. Og þar er ekkert endilega fagurt um að litast.

Hver bendir á annan á þingi
Ég er oft spurður hvernig það sé að vera á þingi og það getur verið erfitt að svara því í stuttu máli, því það er margt gott sem ég hef upplifað á þessum tíma sem ég hef setið á þingi, en líka margt sem betur mætti fara.

Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla
Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu.

Ótrúverðugt að „undirbúningur upp á tíu“ hafi leitt til niðurstöðu „drekkhlöðnum lögbrotum“
„Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum.“

Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn
Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní.

Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt.

Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi
Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi.

Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið
Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu.

Hvert er verðbólgan að fara?
Stóra efnahagsmálið þessa dagana er verðbólgan. Ársverðbólgan í maí var 9,5% sem þýðir að eitthvað sem þú keyptir í maí í fyrra á 100 kr. kostar í dag 109.5 kr. Þetta virðist vera mjög einfalt en þegar nánar er skoðað er hægt að fara ansi langt ofan í kanínuholuna í þessum verðbólgufræðum.