Viðreisn

Fréttamynd

„Verður að skýrast í þessari viku“

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Kolbikasvört staða

Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna.

Skoðun
Fréttamynd

Fag­legt val í stjórnir ríkis­fyrir­tækja

Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis.

Skoðun
Fréttamynd

Fróm fyrir­heit í jóm­frúarræðu­hlað­borði

Ekki er víst að annar eins her þingmanna hafi flutt sínar jómfrúarræður og gerðist nú síðdegis á Alþingi Íslendinga. Ræðurnar voru flestar fluttar af nokkru öryggi og í máli sumra hinna nýju þingmanna mátti greina fróm fyrirheit; þeir ætla að vinna landi og þjóð gagn með störfum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri

Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman.

Innlent
Fréttamynd

„Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“

Daði Már Kristófersson er frjálslyndur maður sem vill að ríkið skipti sér ekki af fólki. Hann er nýr fjármálaráðherra og hitti Sindri Sindrason hann í morgunkaffi í Íslandi í dag í síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

Segir fullan ein­hug um öll mál hjá sam­hentri ríkis­stjórn

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn gagn­rýnir að Daði Már flytji tölu

Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er á dagskrá í kvöld. Svo virðist sem Miðflokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðuham nú þegar því hann gerir athugasemd við það að meðal ræðumanna sé Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Segja ekki á­kall eftir hægri öflum í Reykja­vík

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi.

Innlent
Fréttamynd

Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera á­fram borgar­stjóri

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Form­legar við­ræður hafnar

Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Hefur boðið nýjum meiri­hluta til við­ræðna

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur þegar boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til umræðu um myndun nýs meirihluta. Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokksins, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert breyst nema fylgi flokkanna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“

Innlent
Fréttamynd

Skýr af­staða Fram­sóknar hafi komið á ó­vart

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn fallinn í borginni

Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­mennirnir og ástin

Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hafa verið að ráða sér aðstoðarmenn undanfarnar vikur. Í einhverjum tilfellum má segja að ekki sé leitað langt yfir skammt.  Sumir aðstoðarmenn tengjast ráðherrum sökum þess að ástarguðinn Amor skaut örvum sínum og hitti beint í mark.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­leg skipun Agnesar

E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna.

Innlent
Fréttamynd

Af styrkjum

Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt.

Skoðun
Fréttamynd

Pawel stýrir utan­ríkis­mála­nefnd

Pawel Bartoszek verður tilnefndur til formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis þegar þing kemur saman. Skipan í fastanefndir þingsins er langt komin en þing kemur saman þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár.

Innlent