Lögreglan

Fréttamynd

Norrænir lögreglumenn ræddu viðbrögð við Breivik

Fulltrúar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sóttu á dögunum ráðstefnu í Svíþjóð um skipulagða glæpastarfsemi. Boðað var til ráðstefnunnar í framhaldi af fundi ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Á ráðstefnunni var ákveðið að auka enn frekar samstarf landanna hvað varðar baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mögulegum umsvifum hryðjuverkamanna.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Löggan komin á Instagram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin aftur yfir kynferðisafbrotadeildina

Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson, óskaði eftir því að Björgvin Björgvinsson, aðtoðaryfirlögregluþjónn, tæki aftur við sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sem og hann hefur samþykkt.

Innlent