Viðskipti Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir skell á föstudag. Fjárfestar biðu með eftirvæntingu eftir uppgjöri tæknifyrirtækja, ekki síst Apple, sem skilaði afar góðum afkomutölum. Viðskipti erlent 22.10.2007 21:14 Afkoma Apple langt umfram væntingar Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Viðskipti erlent 22.10.2007 21:01 Úrvalsvísitalan niður um tæp tvö prósent Íslensku fyrirtækin sem skráð eru í Kauphöllina fóru ekki varhluta af alþjóðlegu lækkanaferli á hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í FL Group féll um 4,36 prósent en gengi bréfa í Existu um 3,67 prósent. Gengi bréfa í einungis tveimur félögum hækkaði eftir daginn, í Flögu og Föroya banka. Viðskipti innlent 22.10.2007 15:39 Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,99 prósent. Gengi bréfa í Exista lækkaði um sex prósent skömmu eftir að viðskipti hófust en næstmest í FL Group, sem fór niður um fimm prósent. Viðskipti innlent 22.10.2007 10:31 Lækkun á flestum hlutabréfamörkuðum Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Viðskipti erlent 22.10.2007 09:22 Hefnd þróunarlandanna Það er ekki ólíklegt að það hafi ískrað kátínan í fulltrúum þriðja heims landa á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hófst í Washington í gær. Viðskipti erlent 21.10.2007 17:12 Stjórnarformaður Northern Rock fýkur Stjórnarformaður breska bankans Northern Rock hefur axlað ábygð á óförum bankans og sagt af sér. Viðskipti erlent 20.10.2007 17:41 Verðmat á AMR lækkar Bandarískur greinandi mælir með því í nýju verðmati á bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélagi Bandaríkjanna, að fjárfestar bæti við eignasafn sitt í félaginu. Þetta er lækkun á verðmati félagsins en í fyrri spá var mælt með kaupum á bréfunum. Viðskipti innlent 20.10.2007 11:47 Askar Capital byggir borgarhluta á Indlandi Askar Capital ætlar að taka þátt í uppbyggingarverkefnum á Indlandi í samstarfi við Nikhil Ghandi, einn þekktasta athafnamann Indverja. Tryggvi Þór Herbergsson, forstjóri Askar, segir bankann hafa fjárfest í fyrstu eigninni en í kjölfarið muni rísa nýr borgarhluti sem skipulagður er og hannað frá grunni með tileyrandi afþreyingu og öryggisgæslu. Viðskipti innlent 19.10.2007 15:40 Exista: Gæti náð um 10 prósentum í Storebrand Exista, sem nú ræður yfir 8,5 prósentum hlutabréfa í norska tryggingfélaginu Storebrand, hefur ákveðið að greiða atkvæði með hlutafjáraukningu og forkaupsréttarútboði í tryggingafélaginu til fjármögnunar á kaupum á SPP, líftryggingafélagi sænska bankans Handelsbanken. Hluthafafundur verður í Storebrand 24. október næstkomandi. Viðskipti innlent 19.10.2007 14:44 Stjórnarformaður Northern Rock hættur Matt Ridley, stjórnarformaður breska fjármála- og fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock hefur látið af störfum. Hann sagði upp í síðasta mánuði en var beðinn um að sitja þar til hann hefði farið fyrir fjárlaganefnd breska þingsins, sem fjallað hefur um fall fyrirtækisins. Þegar hefur verið ráðið í stöðu Ridleys. Viðskipti erlent 19.10.2007 14:27 Baugur að kaupa Saks? Líkur eru sagðar á því að Baugur Group sé að íhuga að gera allt að þriggja milljarða dala, jafnvirði rúmlega 180 milljarða króna, tilboð í bandarísku lúxusverslunina Saks á næstunni í félagi við aðra fjárfesta, svo sem skoska auðkýfinginn Tom Hunter, einn ríkasta mann Skotlands. Gangi þetta eftir verður það fyrsta yfirtaka Baugs í Bandaríkjunum, að sögn breska dagblaðsins Times. Viðskipti innlent 19.10.2007 10:35 Hannes fer til USA Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið. Viðskipti innlent 19.10.2007 00:04 Hráolíuverð yfir 90 dali á tunnu í fyrsta sinn Hráolíuverð í framvirkum samningum fór yfir níutíu bandaríkjadali á tunnu til skamms tíma á fjármálamörkuðum í gærkvöldi en það er hæsta verð sem tunnan hefur nokkru sinni farið í. Viðskipti erlent 19.10.2007 00:18 Ekki hærri veltumörk Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Frjálsrar verslunar í gær að ráðuneytið hefði verið að skoða ákvæði samkeppnislaga um samruna. Nokkur atriði þurfi að endurskoða í því sambandi og frumvarp í smíðum Viðskipti innlent 18.10.2007 23:45 Hannes fer til USA Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið. Það mun vera einhverjum erfiðleikum bundið vegna undirliggjandi eigna sem erfitt er að verðleggja. Viðskipti innlent 18.10.2007 23:56 Hampiðjan lækkar mest í Kauphöllinni Gengi bréfa í Hampiðjunni féll um 7,69 prósent í einum viðskiptum upp á 337.500 krónur í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á markaðnum. Gengi krónu stóð svotil óbreytt á sama tíma. Viðskipti innlent 18.10.2007 15:57 Askar selur lúxusíbúðir í Kína Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 18.10.2007 15:18 Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hlutabréfavísitölur er víða á niðurleið í dag, þar á meðal hér á landi. Viðskipti erlent 18.10.2007 14:05 Skellur hjá Bank of America Bank of America, næststærsti banki Bandaríkjanna, varð fyrir skelli á þriðja ársfjórðungi en hagnaður bankans dróst saman um rúm þrjátíu prósent vegna vandræða á bandarískum fasteignalánamarkaði sem leitt hefur af sér óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 18.10.2007 12:12 Gengi Nokia rauk upp eftir afkomutölur Gengi hlutabréfa í finnska farsímaframleiðandanum Nokia stökk upp um 7,5 prósent á hlutabréfamörkuðum í dag eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir þriðja ársfjórðung. Viðskipti erlent 18.10.2007 11:54 Mikill samdráttur í smásöluveltu Smásöluvelta dróst saman um 9,4 prósent á föstu verði á milli mánaða í september, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé mesti samdrátturinn það sem af sé þessu ári að janúar undanskildum. Viðskipti innlent 18.10.2007 11:46 Olíuverðið komið úr methæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á fjármálamörkuðum í dag vegna aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar auk vaxandi spennu í Miðausturlöndum en Tyrkir hóta að ráðast gegn Kúrdum í N-Írak. Verðið er hins vegar komið úr methæðum. Viðskipti erlent 18.10.2007 09:51 Rio Tinto nær kaupum á Alcan Námafélagið Rio Tinto greindi frá því í dag að það hefði fengið græna ljósið hjá öllum samkeppnisyfirvöldum fyrir yfirtöku á kanadíska álfélaginu Alcan, móðurfélagi álversins í Straumsvík. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 38,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2.300 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 18.10.2007 09:05 Hagnaður JP Morgan yfir væntingum Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 3,4 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 207 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 100 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra. Fréttirnar þykja góðar í ljósi þess að bankinn afskrifaði 1,6 milljarða dala lán vegna óróleika á bandarískum fasteignamarkaði. Viðskipti erlent 17.10.2007 11:54 Gengi Eik bank féll um 14,5 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik bank féll um 14,55 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag í kjölfar þess að Föroya Sparikassi seldi þúsund hluti í bankanum. Eik banki er bæði skráður hér á landi og í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var um villu að ræða í skráningu viðskipta með bréf í félaginu. Viðskipti innlent 17.10.2007 10:22 Indverska hlutabréfavísitalan féll um níu prósent Viðskipti voru stöðvuð tímabundið í kauphöllinni á Indlandi í dag þegar gengi hlutabréfa féll skyndilega en Sensex-hlutabréfavísitalan féll um níu prósent á einum degi. Fallið kom í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda að setja hömlur á hlutabréfakaup erlendra fjárfesta í því augnamiði að kæla hlutabréfamarkaðinn. Viðskipti erlent 17.10.2007 09:34 Hagnaður Storebrand eykst en litlu undir væntingum Hagnaður norska tryggingafélagsins Storebrand nam 354,8 milljónum norskra króna, rétt rúmum fjórum milljörðum íslenskra, fyrir skatta og gjöld á þriðja ársfjórðungi samanborið við 320,6 milljónir norska króna á sama tíma í fyrra. Þótt þetta sé aukning á milli ára er þetta litlu undir væntingum markaðsaðila. Viðskipti innlent 17.10.2007 09:03 Annar lækkanadagurinn í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag, annan daginn í röð. Ástæðan eru ummæli Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, sem sagði niðursveiflu á fasteignalánamarkaði að öllum líkindum verða dragbít á hagkerfinu lengur en menn hafi spáð. Viðskipti erlent 16.10.2007 21:52 Afkoma Yahoo yfir væntingum Hagnaður bandarísku netveitunnar Yahoo nam 151 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 9,2 milljarða íslenskra króna, á þriðja árfjórðungi, sem er sjö milljón dölum minna en á sama tíma í fyrra. Fjárfestar voru engu að síður ánægðir með niðurstöðuna þar sem hagnaður á hlut var óbreyttur á milli ára, 11 sent á hlut. Gert hafði verið ráð fyrir þriggja senta samdrætti á milli ára. Viðskipti erlent 16.10.2007 21:15 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 223 ›
Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir skell á föstudag. Fjárfestar biðu með eftirvæntingu eftir uppgjöri tæknifyrirtækja, ekki síst Apple, sem skilaði afar góðum afkomutölum. Viðskipti erlent 22.10.2007 21:14
Afkoma Apple langt umfram væntingar Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Viðskipti erlent 22.10.2007 21:01
Úrvalsvísitalan niður um tæp tvö prósent Íslensku fyrirtækin sem skráð eru í Kauphöllina fóru ekki varhluta af alþjóðlegu lækkanaferli á hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í FL Group féll um 4,36 prósent en gengi bréfa í Existu um 3,67 prósent. Gengi bréfa í einungis tveimur félögum hækkaði eftir daginn, í Flögu og Föroya banka. Viðskipti innlent 22.10.2007 15:39
Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,99 prósent. Gengi bréfa í Exista lækkaði um sex prósent skömmu eftir að viðskipti hófust en næstmest í FL Group, sem fór niður um fimm prósent. Viðskipti innlent 22.10.2007 10:31
Lækkun á flestum hlutabréfamörkuðum Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Viðskipti erlent 22.10.2007 09:22
Hefnd þróunarlandanna Það er ekki ólíklegt að það hafi ískrað kátínan í fulltrúum þriðja heims landa á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hófst í Washington í gær. Viðskipti erlent 21.10.2007 17:12
Stjórnarformaður Northern Rock fýkur Stjórnarformaður breska bankans Northern Rock hefur axlað ábygð á óförum bankans og sagt af sér. Viðskipti erlent 20.10.2007 17:41
Verðmat á AMR lækkar Bandarískur greinandi mælir með því í nýju verðmati á bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélagi Bandaríkjanna, að fjárfestar bæti við eignasafn sitt í félaginu. Þetta er lækkun á verðmati félagsins en í fyrri spá var mælt með kaupum á bréfunum. Viðskipti innlent 20.10.2007 11:47
Askar Capital byggir borgarhluta á Indlandi Askar Capital ætlar að taka þátt í uppbyggingarverkefnum á Indlandi í samstarfi við Nikhil Ghandi, einn þekktasta athafnamann Indverja. Tryggvi Þór Herbergsson, forstjóri Askar, segir bankann hafa fjárfest í fyrstu eigninni en í kjölfarið muni rísa nýr borgarhluti sem skipulagður er og hannað frá grunni með tileyrandi afþreyingu og öryggisgæslu. Viðskipti innlent 19.10.2007 15:40
Exista: Gæti náð um 10 prósentum í Storebrand Exista, sem nú ræður yfir 8,5 prósentum hlutabréfa í norska tryggingfélaginu Storebrand, hefur ákveðið að greiða atkvæði með hlutafjáraukningu og forkaupsréttarútboði í tryggingafélaginu til fjármögnunar á kaupum á SPP, líftryggingafélagi sænska bankans Handelsbanken. Hluthafafundur verður í Storebrand 24. október næstkomandi. Viðskipti innlent 19.10.2007 14:44
Stjórnarformaður Northern Rock hættur Matt Ridley, stjórnarformaður breska fjármála- og fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock hefur látið af störfum. Hann sagði upp í síðasta mánuði en var beðinn um að sitja þar til hann hefði farið fyrir fjárlaganefnd breska þingsins, sem fjallað hefur um fall fyrirtækisins. Þegar hefur verið ráðið í stöðu Ridleys. Viðskipti erlent 19.10.2007 14:27
Baugur að kaupa Saks? Líkur eru sagðar á því að Baugur Group sé að íhuga að gera allt að þriggja milljarða dala, jafnvirði rúmlega 180 milljarða króna, tilboð í bandarísku lúxusverslunina Saks á næstunni í félagi við aðra fjárfesta, svo sem skoska auðkýfinginn Tom Hunter, einn ríkasta mann Skotlands. Gangi þetta eftir verður það fyrsta yfirtaka Baugs í Bandaríkjunum, að sögn breska dagblaðsins Times. Viðskipti innlent 19.10.2007 10:35
Hannes fer til USA Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið. Viðskipti innlent 19.10.2007 00:04
Hráolíuverð yfir 90 dali á tunnu í fyrsta sinn Hráolíuverð í framvirkum samningum fór yfir níutíu bandaríkjadali á tunnu til skamms tíma á fjármálamörkuðum í gærkvöldi en það er hæsta verð sem tunnan hefur nokkru sinni farið í. Viðskipti erlent 19.10.2007 00:18
Ekki hærri veltumörk Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Frjálsrar verslunar í gær að ráðuneytið hefði verið að skoða ákvæði samkeppnislaga um samruna. Nokkur atriði þurfi að endurskoða í því sambandi og frumvarp í smíðum Viðskipti innlent 18.10.2007 23:45
Hannes fer til USA Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið. Það mun vera einhverjum erfiðleikum bundið vegna undirliggjandi eigna sem erfitt er að verðleggja. Viðskipti innlent 18.10.2007 23:56
Hampiðjan lækkar mest í Kauphöllinni Gengi bréfa í Hampiðjunni féll um 7,69 prósent í einum viðskiptum upp á 337.500 krónur í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á markaðnum. Gengi krónu stóð svotil óbreytt á sama tíma. Viðskipti innlent 18.10.2007 15:57
Askar selur lúxusíbúðir í Kína Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 18.10.2007 15:18
Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hlutabréfavísitölur er víða á niðurleið í dag, þar á meðal hér á landi. Viðskipti erlent 18.10.2007 14:05
Skellur hjá Bank of America Bank of America, næststærsti banki Bandaríkjanna, varð fyrir skelli á þriðja ársfjórðungi en hagnaður bankans dróst saman um rúm þrjátíu prósent vegna vandræða á bandarískum fasteignalánamarkaði sem leitt hefur af sér óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 18.10.2007 12:12
Gengi Nokia rauk upp eftir afkomutölur Gengi hlutabréfa í finnska farsímaframleiðandanum Nokia stökk upp um 7,5 prósent á hlutabréfamörkuðum í dag eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir þriðja ársfjórðung. Viðskipti erlent 18.10.2007 11:54
Mikill samdráttur í smásöluveltu Smásöluvelta dróst saman um 9,4 prósent á föstu verði á milli mánaða í september, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé mesti samdrátturinn það sem af sé þessu ári að janúar undanskildum. Viðskipti innlent 18.10.2007 11:46
Olíuverðið komið úr methæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á fjármálamörkuðum í dag vegna aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar auk vaxandi spennu í Miðausturlöndum en Tyrkir hóta að ráðast gegn Kúrdum í N-Írak. Verðið er hins vegar komið úr methæðum. Viðskipti erlent 18.10.2007 09:51
Rio Tinto nær kaupum á Alcan Námafélagið Rio Tinto greindi frá því í dag að það hefði fengið græna ljósið hjá öllum samkeppnisyfirvöldum fyrir yfirtöku á kanadíska álfélaginu Alcan, móðurfélagi álversins í Straumsvík. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 38,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2.300 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 18.10.2007 09:05
Hagnaður JP Morgan yfir væntingum Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 3,4 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 207 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 100 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra. Fréttirnar þykja góðar í ljósi þess að bankinn afskrifaði 1,6 milljarða dala lán vegna óróleika á bandarískum fasteignamarkaði. Viðskipti erlent 17.10.2007 11:54
Gengi Eik bank féll um 14,5 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik bank féll um 14,55 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag í kjölfar þess að Föroya Sparikassi seldi þúsund hluti í bankanum. Eik banki er bæði skráður hér á landi og í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var um villu að ræða í skráningu viðskipta með bréf í félaginu. Viðskipti innlent 17.10.2007 10:22
Indverska hlutabréfavísitalan féll um níu prósent Viðskipti voru stöðvuð tímabundið í kauphöllinni á Indlandi í dag þegar gengi hlutabréfa féll skyndilega en Sensex-hlutabréfavísitalan féll um níu prósent á einum degi. Fallið kom í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda að setja hömlur á hlutabréfakaup erlendra fjárfesta í því augnamiði að kæla hlutabréfamarkaðinn. Viðskipti erlent 17.10.2007 09:34
Hagnaður Storebrand eykst en litlu undir væntingum Hagnaður norska tryggingafélagsins Storebrand nam 354,8 milljónum norskra króna, rétt rúmum fjórum milljörðum íslenskra, fyrir skatta og gjöld á þriðja ársfjórðungi samanborið við 320,6 milljónir norska króna á sama tíma í fyrra. Þótt þetta sé aukning á milli ára er þetta litlu undir væntingum markaðsaðila. Viðskipti innlent 17.10.2007 09:03
Annar lækkanadagurinn í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag, annan daginn í röð. Ástæðan eru ummæli Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, sem sagði niðursveiflu á fasteignalánamarkaði að öllum líkindum verða dragbít á hagkerfinu lengur en menn hafi spáð. Viðskipti erlent 16.10.2007 21:52
Afkoma Yahoo yfir væntingum Hagnaður bandarísku netveitunnar Yahoo nam 151 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 9,2 milljarða íslenskra króna, á þriðja árfjórðungi, sem er sjö milljón dölum minna en á sama tíma í fyrra. Fjárfestar voru engu að síður ánægðir með niðurstöðuna þar sem hagnaður á hlut var óbreyttur á milli ára, 11 sent á hlut. Gert hafði verið ráð fyrir þriggja senta samdrætti á milli ára. Viðskipti erlent 16.10.2007 21:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent