Almannavarnir

Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“
Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur.

Lokum Bláa lóninu
Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag.

Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi
Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti.

Vel undirbúin fari að gjósa
Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup.

Áframhaldandi þensla við Þorbjörn
Land heldur áfram að rísa umhverfis Þorbjörn og Svartsengi. Þetta staðfesta nýjustu gögn Veðustofunnar. Von er á nýjum gervihnattamyndum síðar í dag sem þó verður líklega ekki hægt að lesa úr fyrr en á morgun.

Landris mælist norðvestan við Þorbjörn
GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær.

Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni.

Reikna með aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum suðaustanlands
Útlit er fyrir talsverða eða mikla rigningu á svæðinu frá Eyjafjöllum og austur að Hornafirði á morgun og gerir Veðurstofan ráð fyrir aukinni skriðuhættu og nokkrum vatnavöxtum.

Af hverju erum við öll Almannavarnir? Í dag er alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara
Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög.

Skriðuhætta eykst samhliða mikilli úrkomu
Búist er við því að skriðuhætta aukist á Austurlandi næstu sólarhringa samhliða mikilli úrkomu.

Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík
Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir.

Aukin skriðuhætta og gular viðvaranir
Veðurstofa Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Ströndum, Tröllaskaga og á Flateyjarskaga í ljósi lægðar sem gengur upp að sunnanverðu landinu í dag og staldrar þar við næstu daga.

Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís
Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum.

Óvissustigi aflýst á Austfjörðum
Óvissustigi almannavarna hefur verið aflýst á Austurlandi. Ríkislögreglustjóri ákvað þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi.

Íhuga að aflétta rýmingum
Verið er að íhuga að aflétta rýmingum á Seyðisfirði, þar sem nóttin þótti tíðindalaus. Mikið rigndi þó í nótt og er vatn víða.

„Eðlilega fer þetta ekkert vel í fólk“
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir stöðuna á Seyðisfirði að miklu leiti svipaða og í gær varðandi hættu á aurskriðum vegna mikillar úrkomu. Húsin sem voru rýmd í gær verði það áfram í dag.

„Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur“
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá almannavörnum, telur óhætt að segja að það sé óvenjulegt að það þurfi að rýma hús vegna náttúruvár á Íslandi um miðjan september. Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár.

Grípa til rýminga á Seyðisfirði
Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða.

Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18.

Fjármögnun búnaðar vegna almannavarna á herðum einstakra sveitarfélaga
Síðustu ár hefur umræðan um búnaðarmál og menntun slökkviliða stöðugt aukist í tengslum við gróðurelda og aðrar almannavarnir.

Rennsli í Skaftá haldist stöðugt
Rennsli í Skaftá hefur haldist frekar stöðugt í nótt og er enn óljóst hvort hlaupið hafi náð því hámarki sem beðið hefur verið eftir.

Lokanir á fjallvegum vegna hlaup í Skaftá
Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á lokunum á fjallvegum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá. Í tilkynningu segir að staðan sé reglulega metin með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Almannavörnum.

Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi
Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag.

Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups
Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið.

Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Skáftárhlaup er hafið
Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli.

Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig.

Alvarlegir öryggisveikleikar í Tetra hafi lítil áhrif hérlendis
Ekki er talið að öryggisveikleikar sem fundust í Tetra talstöðvakerfinu hafi áhrif hér á landi en kerfið er notað af lögreglunni og flestum öðrum viðbragðsaðilum á Íslandi. Þetta segir framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sem annast rekstur Tetra kerfisins.

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum
Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á
Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi.