Íþróttir

Daníel og Ásta nálgast met Ómars og Jóns
Hamingjurallið í Hólmavík fór fram á laugardaginn og stóðu systkynin Daníel og Ásta Sigurðarbörn uppi sem öruggir sigurvegarar.

Guðlaug Edda fyrsti Íslendingurinn sem klárar mót á heimsbikarmótaröðinni
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrsti Íslendingurinn til þess að klára mót á heimsbikarsmótaröðinni í þríþraut.

Haukur sigraði tilþrifaríka keppni | Myndband
Haukur Viðar Einarsson stóð uppi sem sigurvegari í sérútbúna flokknum í Blönduóstorfærunni um helgina. Sjá má myndband af mögnuðum tilþrifum keppenda í fréttinni.

Miklu betra en að sitja heima í sófa og láta sér leiðast
Ásthildur Einarsdóttir, grasalæknir tekur þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ á Neskaupstað um helgina. Hún hvetur alla til þess að rífa sig upp úr sófanum og vera með. Sjálf vann hún silfururverðlaun í bogfimi á síðasta móti en hafði aldrei áður skotið af boga.

Red Sox flaug með stæl til London
Hafnaboltinn lendir í London um helgina og það var hvergi til sparað við að flytja Boston Red Sox til Englands.

Yankees bætti sautján ára gamalt met
Hafnaboltastórveldið New York Yankees heldur áfram að endurskrifa sögu íþróttarinnar og í nótt náði liðið að bæta glæsilegt met.

Tími til að vakna
Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?

Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum
Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu.

Spenningur í bæjarbúum fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar segir mikla tilhlökkun ríkja í Neskaupstað en Landsmót UMFÍ 50+ fer þar fram um helgina.

Pílukast og pönnukökur trekkja að á Landsmót 50+
Landsmót 50+ fer fram í Neskaupstað dagana 28. til 30. júní. Undirbúningur er í fullum gangi. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ segir pláss fyrir alla á mótinu.

Íslendingar í eldlínunni á Evrópuleikunum
Margir Íslendingar eru nú í Hvíta-Rússlandi þar sem þau keppa á Evrópuleikunum 2019.

Sjö íslenskir keppendur á Evrópuleikunum
Sjö keppendur munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópuleiknunum í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Evrópuleikarnir veita möguleika á því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana.

Hóta að senda eigin landsliðsmenn í fangelsi
Rúgbýsamband Líbanon hefur hótað því að henda landsliðsmönnum sínum í fangelsi ef þeir halda úti áætluðum mótmælum.

Draumurinn að vera með karla- og kvennalandslið í inni bandý
Sænsku meistararnir í inni-bandý mættu hingað til lands til að kynna íþróttina fyrir Íslendingum.

Myndband | Þór Þormar vann á heimavelli
Heimamaðurinn Þór Þormar Pálsson kom, sá og sigraði í KFC torfærunni á Akureyri um helgina.

Treyja Ruth seld fyrir 712 milljónir
Treyja hins goðsagnakennda hafnarboltakappa Babe Ruth var seld á uppboði fyrir 5,64 milljónir bandaríkjadollara.

Íþróttatoppar eiga ekki að vera kynferðislegir
Þó að saga kvenna í íþróttum hafi byrjað á 19. öld urðu fyrstu íþróttatopparnir ekki til fyrr en árið 1977.

St. Louis vann Stanley-bikarinn í fyrsta sinn
Lengstu bið í sögu NHL-deildarinnar eftir meistaratitli lauk í nótt er St. Louis Blues vann Stanley-bikarinn eftir magnaðan oddaleik gegn Boston Bruins.

Leggur allt í sölurnar til að komast á Ólympíuleikana á heimavelli
Júdókappinn Sveinbjörn Jun Iura stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.

Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims
Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims.

Einn dáðasti íþróttamaður Boston skotinn á skemmtistað
David Ortiz er á batavegi eftir skotárás.

Landsliðsfólk þarf að borga fyrir að vera valið í landsliðið
Aðeins Knattspyrnusamband Íslands hefur nógu digra sjóði að leita í til að landsliðsfólk þess þurfi ekki að greiða fyrir landsliðsferðir. Blaklandsliðsfólk safnaði að hluta til sjálft fyrir keppni á Smáþjóðaleikunum.

Baldur og Heimir unnu Orkurallið
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram um helgina, rallað var á föstudegi og laugardegi á sérleiðum á Reykjanesi.

Ísland í 3. sæti yfir flest verðlaun á Smáþjóðaleikunum
Smáþjóðaleikunum í Svartfjallandi lauk í dag.

Tap gegn Kýpur í síðasta leik
Íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði öllum leikjum sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi eftir tap í síðasta leiknum á móti Kýpur.

Brons í blaki eftir tap gegn Svartfjallalandi
Kvennalandsliðið í blaki fékk brons á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi eftir tap fyrir heimakonum í lokaleik liðsins.

Ásgeir tók gullið
Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í skotfimi með loftbyssu á Smáþjóðaleikunum.

Stelpurnar með endurkomusigur á Lúxemborg
Ísland lenti 2-0 undir gegn Lúxemborg en kom til baka og vann góðan sigur, 3-2.

Tap fyrir San Marínó
Íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði sínum öðrum leik á Smáþjóðaleikunum í Svartjallalandi í dag.

Versta upphafskast allra tíma fór í ljósmyndarann | Myndband
Starfsmaður mánaðarins hjá Chicago White Sox fær væntanlega ekki að framkvæma fleiri upphafsköst á næstunni.