Seinni bylgjan

Sjáðu brot Dags sem var í ætt við Júggabragðið
Dagur Arnarsson gerði sig sekan um ljótt brot á Stiven Tobar Valencia í seinni hálfleik í leik Vals og ÍBV í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Valur vann leikinn með tíu marka mun, 35-25.

Heldur að Agnar Smári verði X-faktorinn gegn ÍBV
Róbert Aron Hostert telur að Agnar Smári Jónsson geti reynst Valsmönnum dýrmætur í úrslitaeinvíginu gegn Eyjamönnum um Íslandsmeistaratitilinn.

Kári um Haukaeinvígið: „Eins og að vera með erfiðar hægðir“
Kári Kristján Kristjánsson var yfirlýsingaglaður þegar hann mætti settið hjá Seinni bylgjunni eftir að ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á Haukum í gær, 34-27.

Sendi Svövu og Sunnevu í mikið hláturskast í Seinni bylgjunni
Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, nýr sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hefur lífgað upp á hlutina í þættinum í vetur og gott dæmi um það er þáttur um undanúrslitin í Olís deild kvenna.

Sýndu kvarti Halldórs skilning: „En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta“
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu því skilning að Selfyssingar settu út á það hvernig Valsmenn framkvæmdu „hraða miðju“ í einvígi liðanna. Stundum hafi það verið gert ólöglega en ekki svo að það skipti miklu máli.

Einar Þorsteinn um æstan þjálfara sinn og „see food, eat food“ mataræðið sitt
Gærdagurinn var stór fyrir Valsmanninn Einar Þorsteinn Ólafsson en fyrst var tilkynnt um að hann væri á leiðinni í atvinnumennsku í Danmörku í sumar og seinna um kvöldið hjálpaði hann Valsliðinu að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Selfossi.

Refsað fyrir köll Stefáns að sjónvarpsmönnum: „Veikleikamerki hjá dómarastéttinni“
„Hann segir bara: Gaupi, come on, þetta er ekki neitt,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni um umdeilt atvik í leik ÍBV og Hauka í gærkvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.

Strákarnir í Seinni bylgjunni hita upp fyrir úrslitakeppnina og gera upp tímabilið
Úrslitakeppni Olís-deildar karla hefst á morgun og að því tilefni verður Seinni bylgjan með veglegan upphitunarþátt í dag.

Seinni bylgjan: Lið tímabilsins í Olís-deildinni
Olís-deild kvenna lauk nú fyrir helgi og sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu tímabilið upp.

Seinni bylgjan: „Umgjörðin er svo sannarlega til staðar á Selfossi“
Selfyssingar munu leika í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Grill66-deild kvenna á dögunum. Svavar Vignisson, þjálfari liðsins, viðurkennir að markmiðið hafi ekki endilega verið að vinna deildina.

Seinni bylgjan með alla leiki kvöldsins í beinni
Stefán Árni Pálsson og félagar hans í Seinni bylgjunni munu bjóða upp á svokallaða redzone stemmningu á meðan lokaumferð Olísdeildar karla stendur. Útsendingin hefst klukkan 17:40 og verður á Stöð 2 Sport 4.

Eina: „Kemur ekkert í staðinn fyrir reynslu af því að spila alvöru leiki“
„Íslenskir handboltamenn hafa verið í fremstu röð í heiminum í áratugi,“ sagði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í nýjasta „.Eina“ innslagi sínu í seinasta þætti af Seinni bylgjunni.

„Lélegasta liðið í deildinni“
„Það er algjört andleysi yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um leik Aftureldingar að undanförnu í Olís-deild karla í handbolta. Mosfellingar fengu sinn skerf af gagnrýni í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar.

Upphitun fyrir 21. umferð í Olís: Hefur meiri trú á Haukum og vonast eftir Gróttusigri
Mikið er undir fyrir næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Valur og Haukar mætast í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn og baráttan um sæti í úrslitakeppninni verður í algleymingi.

Dæmdi hjá systur sinni
Sú sérstaka staða kom upp í viðureign KA/Þórs og HK í Olís-deild kvenna í handbolta að annar dómara leiksins dæmdi hjá systur sinni.

Held að ansi margir leikmenn og þjálfarar myndu ekki ná dómaraprófinu
„Þeir höfðu vit fyrir dómurunum í 25 ár. Nú sitja þeir hinu megin við borðið,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, um þá Vilhelm Gauta Bergsveinsson og Ólaf Víði Ólafsson sem í dag starfa sem handboltadómarar.

Steinunn vildi fara fyrr af stað en sjúkraþjálfarinn hélt aftur af henni
Fram fékk heldur betur búbót fyrir lokasprett tímabilsins þegar Steinunn Björnsdóttir sneri aftur á völlinn í stórsigri liðsins á Aftureldingu, 20-39.

Skandall ef Afturelding kemst ekki í úrslitakeppnina
Jóhanni Gunnari Einarssyni þykir leiðinlegt að sjá hvernig komið er fyrir Aftureldingu, hans gamla liði. Theodór Ingi Pálmason segir það skandal ef Mosfellingar komast ekki í úrslitakeppnina.

„Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna“
Guðjón Guðmundsson tók KA fyrir í nýjasta Eina innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Gaupi ræddi þá við Heimi Örn Árnason sem hefur spilað fyrir KA, þjálfað KA sem og stjórnað málunum utan vallar hjá KA í gegnum tíðina.

„Ekkert af þessum liðum hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild“
Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa litla eða enga trú á því að liðið eða liðin sem komast upp í Olís-deild kvenna í handbolta í vor eigi eitthvað erindi í deildina.

Seinni bylgjan: Ásbjörn í miklu basli eftir kinnhestinn
„Þetta var ljótt djók. Þetta er bara leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Róbert Gunnarsson um FH-inginn Ásbjörn Friðriksson í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir gríninnslag tengt markametsfíaskóinu í síðustu viku.

Reynsluboltinn Ásbjörn: „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum“
Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta.

„Heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því“
Ásbjörn Friðriksson lagðist á koddann á miðvikudagskvöld sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í handbolta hér á landi en það snarbreyttist í hádeginu daginn eftir.

„Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því“
Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir að Stjörnumenn þurfi að hreinsa andrúmsloftið ef þeir ætla ekki að líta illa út í úrslitakeppninni.

Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“
Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld.

„Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun“
Lovísa Thompson átti sannkallaðan leik upp á tíu þegar Valur vann ÍBV í Olís deild kvenna um helgina. Hún fékk líka gott pláss í Seinni bylgjunni þar sem umferðin var gerð upp.

Gaupi fór í Kringluna og fékk svar við stóru spurningunni um þjóðaríþrótt Íslendinga
Árangur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í janúar vakti auðvitað mikla athygli hér á landi en þar náðu Strákarnir okkar í handboltanum enn á ný að sameina þjóðina.

Seinni bylgjan: „Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn“
Fyrir leik Vals og Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta var búist við öruggum sigri Valsmanna þar sem þeir höfðu unnið fjóra leiki í röð á meðan Stjarnan hafði tapað fjórum í röð. Að því sögðu hafði Patrekur Jóhannesson unnið Snorra Stein Guðjónsson í síðustu níu leikjum þeirra.

Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi
KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins.

Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler
„Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær.