
Íslendingar erlendis

Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar
Júlímánuður er handan við hornið og sumargleðin er í hámarki. Sólríkar utanlandsferðir og skvísulæti einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins.

„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“
„Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið.

„Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er nú komin til New York þar sem hún ætlar næsta árið að stunda nám við Columbia háskóla. Áslaug er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum á meðan.

Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru stödd saman í fríi ásamt börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum.

„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi.

Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans
Eftir að föður hans var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í Þýskalandi, getur íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Andri Már Rúnarsson leikmaður félagsins, virkjað ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að halda annað.

Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum
„Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum.

Íslendingur missir leyfið fyrir KFC í Danmörku eftir meiriháttar hneyksli
KFC hefur lokað öllum veitingahúsum sínum í Danmörku eftir að upp komst um meiriháttar vanrækslu á heilsuháttarverklagi. Leyfishafi keðjunnar í Danmörku var Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson en faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986.

„Þú gerir heiminn að betri stað“
Grammy-verðlaunahafinn og tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi kærastanum sínum, Charlie Christie, stutta en afar einlæga kveðju á Instagram í tilefni afmælis hans í gær.

Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið
Rúrik Gíslason mætti með kærustu sinni Sóleyju Birnu Horcajada Guðmundsdóttur í brúðkaup hjá félaga sínum Sverri Inga Ingasyni og Hrefnu Dís Halldórsdóttur á dögunum. Þetta er fyrsta myndin sem næst af þeim opinberlega saman.

Týndu hermennirnir okkar
Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs.

„Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“
Íslendingur sem býr í nánasta nágrenni við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag segir undirbúning fundarins hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa. Mikill vígbúnaður er í borginni en hann segir löggæslumenn vera einstaklega vinalega.

Ná samkomulagi um kaup á Alberti
Ítalskir fjölmiðlar greina nú frá því að ítalska úrvalsdeildarfélagið Fiorentina hafi náð munnlegu samkomulagi við Genoa um kaup á íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni.

Hálfmaraþon í hamingjusprengju eftir fótbrot í fyrra
„Ég átti ekki von á neinu en ákvað bara að hafa gaman af og það rættist svo sannarlega,“ segir Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Rás 1 sem lauk nýverið hálfmaraþoni í brúarhlaupi á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hlaupið var einstaklega eftirminnilegt fyrir Guðrúnu þar sem hún brotnaði illa fyrir rúmu ári síðan en hlaupin hafa verið hennar hugleiðsla í áraraðir. Blaðamaður ræddi við hana um undirbúninginn og þennan magnaða dag.

Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“
Rúnari Sigtryggssyni var sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir nýafstaðið tímabil. Rúnar starfaði við krefjandi aðstæður hjá Leipzig, barðist fyrir því að halda íslenskum landsliðsmanni innan sinna raða en fékk það ekki í gegn.

Elísabet stefnir á risa afrek með Belgíu á EM
Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að það yrði risa afrek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á framfæri.

Segja Hákon Arnar undir smásjá stórliðs
Íslenski landsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður franska liðsins Lille er undir smásjá ítalska stórliðsins Roma.

Stjörnum prýtt brúðkaup landsliðsmanns í Grikklandi
Landsliðsmaðurinn Sverri Ingi Ingason og Hrefna Dís Halldórsdóttir samkvæmisdansari giftu sig við glæsilega athöfn í Aþenu í Grikklandi. Brúðkaupið fór fram undir berum himni og var ævintýri líkast.

Stjörnulífið: Laufey á Íslandi og stjörnubrúðkaup í Grikklandi
Það var allt á útopnu hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Ber þar helst að nefna stjörnubrúðkaup í Grikklandi, utanlandsferðir, íslenska sumarstemningu og sólríkar samverustundir.

Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag að mati handboltaþjálfarans Rúnars Sigtryggssonar sem hefur þjálfað þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig undanfarin ár.

Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael
Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi.

„Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“
Draumur ungs knattspyrnuaðdáanda rættist í vikunni, þegar hann fékk óvænt að hitta einn besta fótboltamann sögunnar. Myndband af fundi þeirra hefur farið sem eldur í sinu um internetið.

Þingkonur hlutu blessun Leós páfa
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona Flokks fólksins hlutu blessun Leós fjórtánda páfa í Páfagarði í dag.

Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf
Hópur kvenna og karla á vegum þjóðbúningafyrirtækisins Annríkis afhenti Vestur-Íslendingum nýjan þjóðbúning á fjallkonuna þeirra fyrir Íslendingadaginn sem haldinn er hátíðlegur í Gimli, höfuðborg Nýja-Íslands, í ágúst á ári hverju. Í ár eru 150 ár frá landnámi Íslendinga í Kanada.

Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun
Matreiðslubókin Veislumatur landnámsaldar vann til fyrstu verðlauna í flokki Norrænnar matargerðar á Gourmand verðlaunahátíðinni í Estoril í Portúgal. Gourmand verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka.

Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar
Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019.

Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaupmannahöfn
Haldið var upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í gær í Tívólíinu í Kaupmannahöfn fjórða árið í röð. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna kom fram á hátíðinni auk þess sem hægt var að fá andlitsmálningu og kaupa ýmsan varning á markaði sem stóð yfir allan daginn.

Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur víðar en á Íslandi. Í tívolíinu í Kaupmannahöfn fer fram hátíðardagskrá í tilefni dagsins þar sem Helgi Björnsson, karlakórinn Fóstbræður og Jói Pé og Króli koma fram.

Rukkuð um hundrað þúsund fyrir stutta ferð frá flugvellinum
Óprúttinn leigubílstjóri vildi rukka Sögu Ýrr Jónsdóttur um 750 dollara fyrir stutta ferð frá JFK flugvellinum í New York upp á hótel í borginni. Sögu tókst að hringja á lögregluna en ekki áður en hún þurfti að afhenda manninum 600 dollara í reiðufé. Hún segir málið ágæta áminningu um að athuga alltaf á ferðalögum erlendis hvort um skráðan leigubíl sé að ræða.

Nemandinn sem stakk Ingunni nítján sinnum: Segir „tæknilega séð mögulegt“ að hann geri það aftur
Norski stúdentinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur dósent við Óslóarháskóla nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar segist ekki hafa átt annarra kosta völ. Hann var ósáttur með kennslu Ingunnar og hafði áhyggjur af því að aðrir nemendur þyrftu að sitja hjá henni kennslustundir.