Innlent Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið. Innlent 1.11.2006 14:13 Jarðskálfti upp á fimm á Richter við Flatey á Skjálfanda Jarðskjálfti upp á fimm á Richter varð við Flatey á Skjálfanda nú klukkan fimm mínútur í tvö. Skjálftans varð víða vart í kring en lögreglan á Akureyri segir skjálftann hafa fundist um allan bæinn. Innlent 1.11.2006 14:02 Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup. Innlent 1.11.2006 13:44 Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands. Innlent 1.11.2006 13:34 Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss á Skeiðarábrú Suðurlandsvegur er lokaður vegna slys á Skeiðarárbrú. Tveir bílar lentu saman á brúnni og er hún því lokuð. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri telur að slysið sé ekki alvarlegt en búast má við því að ekki verði opnað fyrir umferð um brúna aftur fyrr en klukkan hálf þrjú. Innlent 1.11.2006 13:31 Jafnréttisstefnan hornreka í fyrirtækjum Viðskipti innlent 1.11.2006 13:20 Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Innlent 1.11.2006 12:14 Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi. Innlent 1.11.2006 12:12 Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Innlent 1.11.2006 12:27 Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi Ekstr Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Innlent 1.11.2006 12:05 F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum. Innlent 1.11.2006 12:02 Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins. Innlent 1.11.2006 11:54 Dagur Group og Árdegi sameinast undir Árdegi Dagur Group og Árdegi sameinast undir nafni Árdegis eftir að síðarnefnda félagið keypti í vor alla hluti í Degi Group. Fram kemur í tilkynningu frá Árdegi að unnið hafi verið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn. Innlent 1.11.2006 11:29 Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Innlent 1.11.2006 10:59 Spá hækkandi íbúðaverði Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár. Viðskipti innlent 1.11.2006 10:51 Segir Rannveigu hafa móðgað færeysku þjóðina Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, segir að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðunni um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Hann sakar jafnframt danska fjölmiðla um óeðlilega neikvæðni í umfjöllun um Færeyjar. Innlent 1.11.2006 10:46 Útvarp innflytjenda hefur útsendingar á morgun Opnað verður fyrir útvarp innflytjenda í Hafnarfirði á morgun á stöðinni Halló Hafnarfjörður á FM 96,2. Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að bærinn hafi í samstarfi við fjölmiðldeild Flensborgarskóla og Alþjóðahúsið unnið að því að hefja útsendingarnar, sem ná til Hafnarfjarðar, en einnig verður hægt að hlusta á það á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar. Innlent 1.11.2006 10:35 Átta í framboði hjá Framsókn í SV-kjördæmi Átta sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar, en valið verður á listann á aukakjördæmisþingi í Félagsheimili Seltjarnarness á laugardag. Innlent 1.11.2006 10:14 Fljúgandi hálka á Hellisheiði Fljúgandi hálka er á Hellisheiði og víðast hvar fyrir austan fjall. Bíll valt á Hellisheiði undir morgun og annar ökumaður lenti í óhappi innanbæjar á Selfossi um svipað leiti en engan sakaði. Vegagerðarmenn hafa verið að eyða hálku á Reykjanesbraut síðan í nótt og þar hafa engin óhöpp orðið. Innlent 1.11.2006 09:51 Eimskip kaupir fyrirtæki í Bandaríkjunum Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. (PTI) frá og með deginum í dag. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:50 Samningar um kaup á Landsvirkjun undirritaðir í hádeginu Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrita nýjan samning um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag. Innlent 1.11.2006 09:45 Slökkvilið Akureyrar kallað út vegna sinubruna í Eyjafirði Slökkviliðið á Akureyri var kvatt inn í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi þar sem eldur logaði í stórri hrúgu af sinu, sem þar hafði verið safnað saman til förgunar síðar. Innlent 1.11.2006 08:57 MP sækir fram í Austur-Evrópu MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Álagning og framlegð hækkar hjá Högum Félagið fer úr rekstrartapi í rekstrarhagnað. Framlegð í matvöru enn óviðunandi. Baugur hefur keypt hlut Stoða í Högum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Grettir kaupir áfram í Avion Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð. „Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Kreditkort lækkar gjöld á seljendur Kreditkort hf. hefur lækkað ábyrgðar- og þjónustugjöld vegna Mastercard kreditkorta úr 2,5 prósentum í 2,2 prósent. Þóknun þessi er háð veltu og getur því lækkað eftir því sem velta seljenda er meiri. Lægst getur hún farið í eitt prósent. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Ýsan sjaldan dýrari Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Um 90% félaga skiluðu ekki inn reikningi á réttum tíma Hlutfallinu er öfugt farið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð samkvæmt tölum frá Lánstrausti. Um 22% félaga hafa ekki skilað inn ársreikningi vegna reikningsársins 2004. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Áhætta fylgir frekari stóriðjuframkvæmdum Talsverð áhætta fylgir því að fara í frekari stóriðjuframkvæmdir áður en hagkerfið hefur náð að jafna sig eftir yfirstandandi framkvæmdir, eins og bent er á í nýrri Haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 « ‹ 177 178 179 180 181 182 183 184 185 … 334 ›
Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið. Innlent 1.11.2006 14:13
Jarðskálfti upp á fimm á Richter við Flatey á Skjálfanda Jarðskjálfti upp á fimm á Richter varð við Flatey á Skjálfanda nú klukkan fimm mínútur í tvö. Skjálftans varð víða vart í kring en lögreglan á Akureyri segir skjálftann hafa fundist um allan bæinn. Innlent 1.11.2006 14:02
Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup. Innlent 1.11.2006 13:44
Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands. Innlent 1.11.2006 13:34
Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss á Skeiðarábrú Suðurlandsvegur er lokaður vegna slys á Skeiðarárbrú. Tveir bílar lentu saman á brúnni og er hún því lokuð. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri telur að slysið sé ekki alvarlegt en búast má við því að ekki verði opnað fyrir umferð um brúna aftur fyrr en klukkan hálf þrjú. Innlent 1.11.2006 13:31
Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Innlent 1.11.2006 12:14
Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi. Innlent 1.11.2006 12:12
Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Innlent 1.11.2006 12:27
Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi Ekstr Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Innlent 1.11.2006 12:05
F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum. Innlent 1.11.2006 12:02
Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins. Innlent 1.11.2006 11:54
Dagur Group og Árdegi sameinast undir Árdegi Dagur Group og Árdegi sameinast undir nafni Árdegis eftir að síðarnefnda félagið keypti í vor alla hluti í Degi Group. Fram kemur í tilkynningu frá Árdegi að unnið hafi verið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn. Innlent 1.11.2006 11:29
Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Innlent 1.11.2006 10:59
Spá hækkandi íbúðaverði Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár. Viðskipti innlent 1.11.2006 10:51
Segir Rannveigu hafa móðgað færeysku þjóðina Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, segir að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðunni um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Hann sakar jafnframt danska fjölmiðla um óeðlilega neikvæðni í umfjöllun um Færeyjar. Innlent 1.11.2006 10:46
Útvarp innflytjenda hefur útsendingar á morgun Opnað verður fyrir útvarp innflytjenda í Hafnarfirði á morgun á stöðinni Halló Hafnarfjörður á FM 96,2. Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að bærinn hafi í samstarfi við fjölmiðldeild Flensborgarskóla og Alþjóðahúsið unnið að því að hefja útsendingarnar, sem ná til Hafnarfjarðar, en einnig verður hægt að hlusta á það á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar. Innlent 1.11.2006 10:35
Átta í framboði hjá Framsókn í SV-kjördæmi Átta sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar, en valið verður á listann á aukakjördæmisþingi í Félagsheimili Seltjarnarness á laugardag. Innlent 1.11.2006 10:14
Fljúgandi hálka á Hellisheiði Fljúgandi hálka er á Hellisheiði og víðast hvar fyrir austan fjall. Bíll valt á Hellisheiði undir morgun og annar ökumaður lenti í óhappi innanbæjar á Selfossi um svipað leiti en engan sakaði. Vegagerðarmenn hafa verið að eyða hálku á Reykjanesbraut síðan í nótt og þar hafa engin óhöpp orðið. Innlent 1.11.2006 09:51
Eimskip kaupir fyrirtæki í Bandaríkjunum Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. (PTI) frá og með deginum í dag. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:50
Samningar um kaup á Landsvirkjun undirritaðir í hádeginu Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrita nýjan samning um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag. Innlent 1.11.2006 09:45
Slökkvilið Akureyrar kallað út vegna sinubruna í Eyjafirði Slökkviliðið á Akureyri var kvatt inn í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi þar sem eldur logaði í stórri hrúgu af sinu, sem þar hafði verið safnað saman til förgunar síðar. Innlent 1.11.2006 08:57
MP sækir fram í Austur-Evrópu MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Álagning og framlegð hækkar hjá Högum Félagið fer úr rekstrartapi í rekstrarhagnað. Framlegð í matvöru enn óviðunandi. Baugur hefur keypt hlut Stoða í Högum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Grettir kaupir áfram í Avion Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð. „Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Kreditkort lækkar gjöld á seljendur Kreditkort hf. hefur lækkað ábyrgðar- og þjónustugjöld vegna Mastercard kreditkorta úr 2,5 prósentum í 2,2 prósent. Þóknun þessi er háð veltu og getur því lækkað eftir því sem velta seljenda er meiri. Lægst getur hún farið í eitt prósent. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Ýsan sjaldan dýrari Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Um 90% félaga skiluðu ekki inn reikningi á réttum tíma Hlutfallinu er öfugt farið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð samkvæmt tölum frá Lánstrausti. Um 22% félaga hafa ekki skilað inn ársreikningi vegna reikningsársins 2004. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Áhætta fylgir frekari stóriðjuframkvæmdum Talsverð áhætta fylgir því að fara í frekari stóriðjuframkvæmdir áður en hagkerfið hefur náð að jafna sig eftir yfirstandandi framkvæmdir, eins og bent er á í nýrri Haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17