Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins

Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert nýtt innan­lands­smit

Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í hundrað far­þegar ná­lægt því að sleppa skimun

Mistök við opnun landgönguhliða á Keflavíkurflugvelli urðu til þess að farþegar flugvélar Wizz Air frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur gengu fram hjá skimunarsvæði flugstöðvarinnar. Lögreglan áttaði sig á mistökunum og sá til þess að farþegarnir gengjust undir skimun.

Innlent
Fréttamynd

Leita lausnar svo fólk í sótt­kví geti kosið

Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi

Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið.

Erlent
Fréttamynd

Segjast vera tilbúin fyrir ýmsar aðstæður

,,Við vonum auðvitað það besta fyrir viðkomandi leikmenn, bæði í Breiðablik og Selfoss. En það er rétt, við erum að bíða eftir frekari niðurstöðu og fá upplýsingar um það mál. Það er því miður grunur á að það sé smit í Selfoss en það er ekki komin greining þannig við vitum ekki fyrir víst,“

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins

Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands.

Innlent
Fréttamynd

Skimunargjald á landamærunum lækkað

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun.

Innlent