Heilbrigðisráðherra fyrirmyndarríkisins segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 06:25 David Clark, fyrir miðju, tilkynnti um afsögn sína í nótt. Ap/Mark Mitchell Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira