Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Co­vid-tölurnar fram­vegis birtar klukkan 13

Tölfræðisíðan covid.is, sem heldur utan um tölfræði um alls sem við kemur kórónuveirusmium, innlögnum á sjúkrahús vegna Covid-19 og fleira, verður framvegis uppfærð klukkan 13 alla virka daga. Síðan hefur til þessa verið uppfærð klukkan 11.

Innlent
Fréttamynd

36 greindust innan­lands

36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. Sextán voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent.

Innlent
Fréttamynd

27 greindust innan­lands í gær

27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 67 prósent. Níu voru utan sóttkvíar, eða 33 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Loks slakað á sótt­varna­reglum eftir 107 daga gildis­tíma

Ástralska borgin Sydney hefur nú loks slakað á hörðum sóttvarnareglum sem voru í gildi í heila 107 daga vegna kórónuveirufaraldursins. Á miðnætti stóð fólk í biðröðum fyrir utan verslanir og veitingastaði sem opnuðu loks dyr sínar fyrir gestum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum

Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið.

Fréttir
Fréttamynd

Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann.

Innlent
Fréttamynd

53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær

53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 greindu voru fullbólusettir og 27 voru óbólusettir. Þá voru 29 í sóttkví en 24 utan sóttkvíar.Tveir greindust á landamærunum í fyrstu skimun, báðir með virkt smit.440 eru nú í einangrun og 1.574 í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum

Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega.

Innlent
Fréttamynd

CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg

Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 

Atvinnulíf