

Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðning við ríkisstjórnina ágætan ef marka megi kannanir. Þó sé fylgi stjórnarflokkanna ekki í takt við stuðning við ríkisstjórnina og því virðist sem flokkunum sé ekki að takast að ná til sín fylgi.
Hátt í 92 prósent Íslendinga segja líklegt að þeir muni þiggja bólusetningu gegn covid-19. Ríflega 5 prósent segja það ólíklegt og um 3 prósent segja það hvorkilíklegt né ólíklegt. Þetta eru niðurstöður nýs þjóðarpúls Gallup. Af þeim sem sögðu ekki líklegt að þeir myndu þiggja bólusetningu sögðu flestir ástæðuna vera að þeir vildu bíða eftir að komin væri meiri reynsla á bólusetninguna og mögulegar aukaverkanir.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú eða 22,5 prósent. Fylgi flokksins er þó nokkuð minna en í síðustu kosningum. Þá mælist Samfylkingin með næst mest fylgi eða 17,2 prósent.
Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi.
Þeim fær fækkandi sem bjóða upp á hangikjöt á jóladag en þó verður það á boðstólum hjá meirihluta landsmanna, ef marka má niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var um miðjan desember. Samkvæmt henni búast 65 prósent landsmanna við því að snæða hangikjöt í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkur landsins miðað við nýja könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi og dalar örlítið.
Enn fækkar í hópi þeirra sem senda jólakort. Einungis sextán prósent segjast ætla að senda jólakort í bréfpóst í ár, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 57 prósent segjast ekki ætla senda nein jólakort í ár, en 23 prósent segjast ætla að senda jólakort með rafrænum hætti.
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu.
Ný könnun MMR leiðir í ljós að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 27,1 prósent, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en við síðustu könnun sem framkvæmd var í fyrri hluta nóvember.
Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins ef marka má nýja könnun MMR.
Eitt sem skýrt gæti skekkju í spám er einfaldlega það að kjósendur skammist sín fyrir að hafa kosið Trump.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 21,9 prósent í nýrri könnun MMR, tæplega fjórum prósentustigum lægra en í síðustu könnun sem framkvæmd var í september.
Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt.
Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti.
Umburðarlyndi Íslendinga gagnvart innflytjendum hefur aukist á undanförnum þremur árum, samkvæmt nýrri heimskönnun Gallup.
Fylgi Pírata og Miðflokksins eykst, en fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna minnkar í nýrri könnun MMR.
Facebook er þó enn vinsælasti samfélagsmiðillinn á Íslandi.
Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka, eða 24,7 prósent. Það er tæplega tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu sem gerð var um miðjan júní.
Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var af Gallup er Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, með 93,5 prósenta fylgi í aðdraganda forsetakosninganna sem fram fara næstkomandi laugardag. Guðmundur Franklín Jónsson, mótframbjóðandi hans, er með 6,5 prósenta fylgi.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 23,5 prósent í nýrri könnun MMR, rúmu prósentustigi meira en í síðustu könnun sem gerð var í upphafi maímánaðar.
Samanlagt njóta stjórnarflokkarnir þrír hins vegar á bilinu 43 til 47 prósenta stuðnings.
Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups treystir um 96% Íslendinga almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við COVID-19 sjúkdóminn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki notið meira fylgis frá því í apríl 2018 þegar fimm mánuðir voru frá myndun hennar. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn miss fylgi frá síðustu könnun en stuðningur við aðra flokka stendur í stað samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.
79 prósent þeirra tæplega 1100 landsmanna eldri en átján ára sem tóku þátt í nýlegri könnun MMR segjast hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar á íslenskan efnahag.
Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR.
Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess.