Allir ríkisstjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi í könnunni. Sjálfstæðisflokkurinn bætir mest við sig, tveimur prósentustigum, og mælist nú með 24% fylgi. Vinstri græn mælast með 15% og Framsókn með ríflega 11%.
Fylgi Samfylkingar og Viðreisnar er nánast hnífjafnt í rúmum 12%. Píratar bæta aðeins við sig og eru með tæp 12%. Fylgi Miðflokksins dregst hins vegar saman um tæp tvö prósentustig og mælist 5%.
Uppfært: Grafíkin sem birtist í fréttum á Stöð 2 í gær var röng. Þar var niðurstöðum flokka í kosningunum 2017 ruglað saman. Fréttastofa biðst velvirðingar á þessu.