Lífið

Fréttamynd

Leikur repúblikana

Óskarsverðlaunaleikarinn Michael Douglas er í samningaviðræðum um að leika Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, í væntanlegri mynd um leiðtogafundinn í Höfða. Þessar viðræður hafa komið sumum á óvart því sjálfur er Douglas harður stuðningsmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum en Reagan var repúblikani.

Lífið
Fréttamynd

Rúnar snýr aftur

Það gleður landann eflaust að heyra að hinn vinsæli þáttur Loga Bergmanns Eiðssonar, Spurningabomban, er væntanlegur aftur á Stöð 2 í vetur. Ekki nóg með að þátturinn vinsæli snúi aftur heldur hefur endurkoma leikarans Rúnars Freys Gíslasonar í þættina verið staðfest. Rúnar Freyr annaðist liðinn Dansleikurinn í þáttunum síðasta vetur þar sem hann túlkaði lagatexta með frábærum tilþrifum og þurftu þátttakendur að giska á um hvaða lag væri að ræða. Rúnar hvarf þó úr þáttunum undir lokin og tók ekki þátt í þáttaröðinni sem hófst síðasta vor og stóð yfir fram á sumar.

Lífið
Fréttamynd

Ótrúlega góðhjörtuð sál

„Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi,“ segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Hvetjandi foreldrar

Eva Longoria úr sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives segist ávallt hafa haft mikla trú á sjálfri sér og trúað því að hún gæti gert hvað sem er. Hún þakkar foreldrum sínum fyrir að hafa hvatt sig áfram frá unga aldri.

Lífið
Fréttamynd

Rappar um einelti á nýrri plötu

„Vonandi mun það hjálpa þeim sem eru í svipuðum sporum. Ekki gefast upp,“ segir rapparinn Gummzter úr Mosfellsbæ um lagið sitt Í þínum sporum. Það fjallar um einelti og er að finna á annarri plötu hans, Fullorðinn, sem kemur út í næstu viku.

Tónlist
Fréttamynd

Sjálfshjálparbók Sigrúnar selst vel

„Það var reglulega ánægjulegt að sjá hversu vel bókin fór af stað,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi Gyðja Collection og einn af meðhöfundum bókarinnar The Success Secret sem kom út í Bandaríkjunum fyrir viku.

Menning
Fréttamynd

Snýr aftur í sjónvarpið

Michael J. Fox ætlar að snúa aftur í sjónvarpið í nýjum sjónvarpsþáttum sem verða lauslega byggðir á ævi hans. 22 þættir verða framleiddir fyrir sjónvarpsstöðina NBC.

Lífið
Fréttamynd

Óður til amma og liðins tíma

„Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima.

Menning
Fréttamynd

Airwaves listinn tilbúinn

Búið er að tilkynna alla þá listamenn er koma fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í ár. Skipuleggjendur hátíðarinnar kynntu síðustu 78 listamennina er stíga á svið í október.

Tónlist
Fréttamynd

Áhrif frá klúbbatónlist

Önnur plata ensku poppsveitarinnar The xx kemur út 10. september. Eftirvæntingarnar eru miklar enda hlaut frumburðurinn mjög góðar undirtektir.

Tónlist
Fréttamynd

DJ Shadow sýnir gamla takta

DJ Shadow er listamannsnafn Kaliforníubúans Josh Davis sem er þekktastur fyrir plötuna Entroducing sem kom út árið 1996 og er eitt af höfuðverkum instrúmental hip-hop tónlistarbylgjunnar sem oftast er kölluð trip-hop. Hún var áberandi á síðari hluta tíunda áratugarins hjá útgáfum eins og Ninja Tune og MoWax. Entroducing er algjört meistaraverk, marglaga samsuða af töktum og tónum, sem stundum birtist þegar spekúlantar velja bestu plötur sögunnar – eins og skrattinn úr sauðaleggnum innan um allar Bítla- og Radiohead-plöturnar.

Tónlist
Fréttamynd

Gordjöss Zumba hátíð

„Við eigum von á mörg hundruð manns í þetta partý en við erum með það mikla aðsókn á námskeiðin okkar að slíkar væntingar eru vel raunhæfar,“ segir Jóhann Örn Ólafsson Zumba kennari hjá Dans og Jóga.

Lífið
Fréttamynd

Mömmumatur, sultur og sparnaðarráð

Eygló Guðjónsdóttir á svo sannarlega ráð undir rifi hverju en hún er forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar heimilanna og aðstoðar fólk með ýmis vandamál í gegnum síma eða Internetið.

Lífið
Fréttamynd

Hefur leit að horfnu fólki

„Mér finnst óviðunandi að manneskja geti horfið sporlaust í okkar litla samfélagi,“ segir fréttakonan Helga Arnardóttir sem er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 þar sem umfjöllunarefnið er mannshvörf á Íslandi.

Menning
Fréttamynd

Prinsalæti

Hann Harry Bretaprins kann svo sannarlega að valda usla. Ekki nóg með að nektarmyndir af honum hafi lekið í fjölmiðla og eru nú helsta áhugamál netverja um heim allan, heldur gerðist ýmislegt fleira á hótelherberginu í Las Vegas þar sem hann var í fríi.

Lífið
Fréttamynd

Sigur Rósar teppi uppseld á örskotsstundu

"Það var gaman að flétta saman þessa tvo heima sem við hjá Farmers Market lifum og hrærumst í, tónlistar- og hönnunarheiminn,“ segir Jóel Pálsson tónlistarmaður um samstarfsverkefni Farmers Market og hljómsveitarinnar Sigur Rósar.

Tónlist
Fréttamynd

Bauðst starf eftir danskeppni

Linda Ósk Valdimarsdóttir dansari kom fram í hæfileikakeppninni Rampljuset sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í maí. Þættirnir njóta mikilla vinsælda og í kjölfar þeirra var Lindu Ósk boðið starf yfirkennara hjá Dansakademíunni í Malmö.

Lífið
Fréttamynd

Stranglega bannað að tjá sig um tökur

Þagmælska er lykilatriði ef fólk ætlar að starfa við erlendar stórmyndir hér á landi. Skrifa þarf undir samning þess efnis og ströng viðurlög eru við brotum á honum.

Lífið
Fréttamynd

Vill alls ekki léttast

Tíska Alber Elbaz, yfirhönnuður Lanvin, segist ekki hafa neitt á móti því að tískukeðjur á borð við Topshop og H&M hermi eftir hönnun hans.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vel heppnaður hjónaskilnaður

Sambönd Rosalind Sedacca, höfundur bókarinnar How Do I Tell the Kids About the Divorce?, segir mikilvægt að hafa fimm atriði í huga þegar hjón með börn skilja.

Lífið
Fréttamynd

Ben Stiller hefur tökur í dag

Tökur á The Secret Life of Walter Mitty hefjast í dag en það er Hollywoodleikarinn Ben Stiller sem bæði leikur og leikstýrir myndinni. Stiller hefur verið í Reykjavík undanfarnar vikur við undirbúning á tökum.

Lífið
Fréttamynd

Dansar með glóðvolgar pitsurnar

„Það má segja að ég sé að neyða fólk til að horfa á dansinn með að því að gera þetta svona,“ segir dansarinn Ásrún Magnúsdóttir, sem í dag gerist dansandi pitsusendill hjá Dominos.

Lífið
Fréttamynd

Einstakt að fá að vinna með Sir Kenneth Branagh

Magni Ágústsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, hefur starfað innan kvikmyndabransans í sautján ár. Hann er búsettur í London og vann meðal annars sem tökumaður við gerð sjónvarpsþáttanna Spy sem nú eru sýndir í Ríkisjónvarpinu.

Lífið
Fréttamynd

Næsta plata epískari

Upptökum er lokið á annarri plötu Suðurnesjasveitarinnar Valdimars. Söngvaranum Valdimari Guðmundssyni líst mjög vel á útkomuna. "Hún er kannski meira epísk heldur en fyrri platan en samt rökrétt framhald. Þetta eru stærri útsetningar og allt aðeins stærra,“ segir hann aðspurður.

Tónlist
Fréttamynd

Dansinn of vinsæll til að sleppa

"Dans Dans Dans mæltist svo vel fyrir í fyrra að við ákváðum að endurskoða ákvörðun okkar að taka þáttinn af dagskrá,“ segir Sigrún Stefánsdóttir dagskrástjóri Ríkissjónvarpsins sem þessa dagana er að leggja lokahönd á haust-og vetrardagskránna.

Lífið
Fréttamynd

Ekki alltaf nakinn

Leikarinn Shia LaBeouf segist ekki vera haldinn sýniþörf þrátt fyrir að hafa komið nakinn fram í myndbandi Sigur Rósar, Fjögur píanó, og þrátt fyrir að vera tilbúinn til að stunda alvöru kynlíf í nýjustu mynd Lars Von Trier, The Nymphomaniac.

Lífið
Fréttamynd

Fær 4 milljónir í meðlag á mánuði

Katie Holmes fær 48.388.000 krónur á ári í meðlag frá fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Tom Cruise. Holmes skrifaði undir kaupmála áður en hún gekk að eiga Cruise árið 2006 og á því ekki rétt á að fá hluta af eignum hans, en leikarinn er metinn upp á 30 milljarða króna.

Lífið
Fréttamynd

Í fótspor Kevin Bacon og Benicio del Toro

„Ég er ótrúlega heppin með hvað ég á mikið af góðu vinum sem eru tilbúnir til að koma og hjálpa mér. Sérstaklega er heppilegt hvað ég á mikið af hæfileikaríkum vinum,“ segir Ólöf Jara Skagfjörð sem heldur kveðjutónleika í kvöld þar sem fjöldi þekktra listamanna kemur fram.

Lífið
Fréttamynd

Zoe á niðurleið

Stílistinn Rachel Zoe er áhyggjufull því veldi hennar stendur völtum fótum. Sjónvarpsþætti hennar og fatalínu hefur ekki verið vel tekið.

Lífið