Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fresta kynningu fjármálaáætlunar Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður ekki kynnt í dag eins og til stóð og mun hún væntanlega líta dagsins ljós á morgun þess í stað. Innlent 28.3.2023 07:26 Vill „rífa í handbremsuna“ og koma einmana seðlabankastjóra til hjálpar Formaður Viðreisnar leggur til ráðningarbann hjá hinu opinbera til að koma böndum á verðbólgu og talar fyrir útgjaldareglu ríkisins svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Hún segir Viðreisn hafa lengi bent á að útgjöld ríkissjóðs væru of mikil en ekki sé hægt að breyta fortíðinni. Nú þurfi allir að leggjast á árarnar til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs - þingheimur og vinnumarkaður. Ekki sé hægt að skilja seðlabankastjóra einan eftir í súpunni. Innherji 28.3.2023 07:01 Tölum um lygar Dómsmálaráðherra Íslands, maðurinn sem ber ábyrgð á málefnum lögreglu, dómstóla og sýslumanna og réttvísinni á Íslandi svona almennt og yfirleitt, hefur endurtekið verið staðinn að lygum. Hann lýgur að þinginu. Hann lýgur að fjölmiðlum. Hann lýgur að almenningi. Skoðun 27.3.2023 11:31 Fiskveiðiauðlindin okkar Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Skoðun 27.3.2023 09:31 Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. Innlent 26.3.2023 16:49 Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. Innlent 26.3.2023 16:30 Það skiptir máli hver stjórnar Með þessu slagorði sannfærði Vinstrihreyfingin - grænt framboð kjósendur sína um það að í því fælist ábyrgðarhlutverk að velja flokkinn til forystu. Aðeins þau gætu tryggt farsæld og velferð, hreint loft og græn tún. Skoðun 26.3.2023 15:01 Aðhald í þágu almennings Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Skoðun 26.3.2023 14:30 Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna Innlent 26.3.2023 12:09 „Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. Innlent 25.3.2023 23:07 Vilja nota skrifstofuhúsnæði undir flóttafólk Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk. Innlent 24.3.2023 22:03 Kynningu á fjármálaáætlun frestað um óákveðinn tíma Fjármálaáætlun verður ekki kynnt á fundi fjárlaganefndar á mánudag líkt og áður stóð til. Þetta staðfestir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar. Hún bendir á að ríkisstjórnin hefur afgreitt málið frá sér og því sé líklega um frágangsatriði að ræða. Innlent 24.3.2023 15:34 Lætur kanna fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem ætlað er að leggja mat á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja, byggt á fyrirliggjandi vísindagögnum og nýjustu upplýsingum. Innlent 24.3.2023 12:45 Látum þau bara borga brúsann Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Skoðun 24.3.2023 10:30 Tölvupúki lét líkkistufélag ráðherra hverfa úr hagsmunaskrá Galli í tölvukerfi sem ráðherrar nota til þess að skrá hagsmuni sína olli því félag í eigu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, féll út úr hagsmunaskráningu hans. Annar óþekktur galli veldur því að ráðherrann hefur ekki getað leiðrétt skráninguna. Innlent 24.3.2023 09:27 Samvinna fyrir betra heilbrigðiskerfi Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir. Skoðun 24.3.2023 08:02 „Þetta er óskiljanleg ráðstöfun“ Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa segir veigamikið verkfæri tekið úr sambandi með lokun upplýsinga og ráðgjafavefsins Næsta skref. Ráðgjafar séu bæði ósáttir og undrandi þar sem vefurinn hafi verið mikið notaður og fallið vel í kramið. Stjórnvöld þurfi að koma að málinu, finna stað fyrir vefinn og tryggja fjármagn en arðsemi vefsins sé ekki mældur í peningum. Innlent 23.3.2023 22:27 Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. Innlent 23.3.2023 19:40 Mikilvæg skref í lengri vegferð Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Skoðun 23.3.2023 17:01 Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. Erlent 23.3.2023 14:32 Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. Innlent 23.3.2023 14:00 Mikill hallarekstur samhliða háu atvinnustigi „eitraður kokteill“ Mikill hallarekstur á sama tíma og atvinnustig er komið í eðlilegt horf vekur áleitnar spurningar um hagstjórn hins opinbera. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, segir að í hallarekstrinum felist ónýtt tækifæri til að vinna bug á verðbólgunni og ástæða sé til að hafa áhyggjur af svigrúmi hins opinbera til að takast á við áföll í framtíðinni. Innherji 23.3.2023 13:30 Allt í einu er lögreglan með rafbyssur Allt í einu hefur lögreglan fengið leyfi til þess að nota rafbyssur. Sama dag og dómsmálaráðherra segist hafa tekið ákvörðun um að gera nauðsynlegar breytingar til þess að láta lögregluna fá rafbyssur segir forsætisráðherra að það þurfi nú að ræða málið í ríkisstjórn og í þinginu. Skoðun 23.3.2023 10:30 Segir engar raunverulegar aðgerðir til að draga úr losun á Íslandi Ríkisstjórnin hefur ekki komið fram með neinar aðgerðir til að hamla innkaupum á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Það skjóti skökku við að veita bílaleigum milljarð í styrk til að kaupa rafmagnsbíla í stað þess að stöðva innflutning á bensín- og dísilbílum. Innlent 23.3.2023 09:44 Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. Innlent 22.3.2023 19:40 „Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili lyklunum að Stjórnarráðinu?“ Tólfta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð hefur vakið hörð viðbrögð víða í samfélaginu en þingmenn vöktu margir hverjir athygli á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina kjarklausa og verkstola og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau ekki geta dvalið lengur í Hvergilandi. Innlent 22.3.2023 16:59 Kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Skoðun 22.3.2023 16:00 Bein útsending: Alþjóðasamskipti og þjóðaröryggi Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum? Innlent 22.3.2023 12:31 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. Innlent 22.3.2023 11:59 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. Innlent 22.3.2023 10:57 « ‹ 52 53 54 55 56 57 58 59 60 … 149 ›
Fresta kynningu fjármálaáætlunar Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður ekki kynnt í dag eins og til stóð og mun hún væntanlega líta dagsins ljós á morgun þess í stað. Innlent 28.3.2023 07:26
Vill „rífa í handbremsuna“ og koma einmana seðlabankastjóra til hjálpar Formaður Viðreisnar leggur til ráðningarbann hjá hinu opinbera til að koma böndum á verðbólgu og talar fyrir útgjaldareglu ríkisins svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Hún segir Viðreisn hafa lengi bent á að útgjöld ríkissjóðs væru of mikil en ekki sé hægt að breyta fortíðinni. Nú þurfi allir að leggjast á árarnar til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs - þingheimur og vinnumarkaður. Ekki sé hægt að skilja seðlabankastjóra einan eftir í súpunni. Innherji 28.3.2023 07:01
Tölum um lygar Dómsmálaráðherra Íslands, maðurinn sem ber ábyrgð á málefnum lögreglu, dómstóla og sýslumanna og réttvísinni á Íslandi svona almennt og yfirleitt, hefur endurtekið verið staðinn að lygum. Hann lýgur að þinginu. Hann lýgur að fjölmiðlum. Hann lýgur að almenningi. Skoðun 27.3.2023 11:31
Fiskveiðiauðlindin okkar Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Skoðun 27.3.2023 09:31
Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. Innlent 26.3.2023 16:49
Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. Innlent 26.3.2023 16:30
Það skiptir máli hver stjórnar Með þessu slagorði sannfærði Vinstrihreyfingin - grænt framboð kjósendur sína um það að í því fælist ábyrgðarhlutverk að velja flokkinn til forystu. Aðeins þau gætu tryggt farsæld og velferð, hreint loft og græn tún. Skoðun 26.3.2023 15:01
Aðhald í þágu almennings Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Skoðun 26.3.2023 14:30
Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna Innlent 26.3.2023 12:09
„Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. Innlent 25.3.2023 23:07
Vilja nota skrifstofuhúsnæði undir flóttafólk Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk. Innlent 24.3.2023 22:03
Kynningu á fjármálaáætlun frestað um óákveðinn tíma Fjármálaáætlun verður ekki kynnt á fundi fjárlaganefndar á mánudag líkt og áður stóð til. Þetta staðfestir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar. Hún bendir á að ríkisstjórnin hefur afgreitt málið frá sér og því sé líklega um frágangsatriði að ræða. Innlent 24.3.2023 15:34
Lætur kanna fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem ætlað er að leggja mat á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja, byggt á fyrirliggjandi vísindagögnum og nýjustu upplýsingum. Innlent 24.3.2023 12:45
Látum þau bara borga brúsann Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Skoðun 24.3.2023 10:30
Tölvupúki lét líkkistufélag ráðherra hverfa úr hagsmunaskrá Galli í tölvukerfi sem ráðherrar nota til þess að skrá hagsmuni sína olli því félag í eigu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, féll út úr hagsmunaskráningu hans. Annar óþekktur galli veldur því að ráðherrann hefur ekki getað leiðrétt skráninguna. Innlent 24.3.2023 09:27
Samvinna fyrir betra heilbrigðiskerfi Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir. Skoðun 24.3.2023 08:02
„Þetta er óskiljanleg ráðstöfun“ Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa segir veigamikið verkfæri tekið úr sambandi með lokun upplýsinga og ráðgjafavefsins Næsta skref. Ráðgjafar séu bæði ósáttir og undrandi þar sem vefurinn hafi verið mikið notaður og fallið vel í kramið. Stjórnvöld þurfi að koma að málinu, finna stað fyrir vefinn og tryggja fjármagn en arðsemi vefsins sé ekki mældur í peningum. Innlent 23.3.2023 22:27
Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. Innlent 23.3.2023 19:40
Mikilvæg skref í lengri vegferð Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Skoðun 23.3.2023 17:01
Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. Erlent 23.3.2023 14:32
Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. Innlent 23.3.2023 14:00
Mikill hallarekstur samhliða háu atvinnustigi „eitraður kokteill“ Mikill hallarekstur á sama tíma og atvinnustig er komið í eðlilegt horf vekur áleitnar spurningar um hagstjórn hins opinbera. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, segir að í hallarekstrinum felist ónýtt tækifæri til að vinna bug á verðbólgunni og ástæða sé til að hafa áhyggjur af svigrúmi hins opinbera til að takast á við áföll í framtíðinni. Innherji 23.3.2023 13:30
Allt í einu er lögreglan með rafbyssur Allt í einu hefur lögreglan fengið leyfi til þess að nota rafbyssur. Sama dag og dómsmálaráðherra segist hafa tekið ákvörðun um að gera nauðsynlegar breytingar til þess að láta lögregluna fá rafbyssur segir forsætisráðherra að það þurfi nú að ræða málið í ríkisstjórn og í þinginu. Skoðun 23.3.2023 10:30
Segir engar raunverulegar aðgerðir til að draga úr losun á Íslandi Ríkisstjórnin hefur ekki komið fram með neinar aðgerðir til að hamla innkaupum á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Það skjóti skökku við að veita bílaleigum milljarð í styrk til að kaupa rafmagnsbíla í stað þess að stöðva innflutning á bensín- og dísilbílum. Innlent 23.3.2023 09:44
Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. Innlent 22.3.2023 19:40
„Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili lyklunum að Stjórnarráðinu?“ Tólfta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð hefur vakið hörð viðbrögð víða í samfélaginu en þingmenn vöktu margir hverjir athygli á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina kjarklausa og verkstola og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau ekki geta dvalið lengur í Hvergilandi. Innlent 22.3.2023 16:59
Kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Skoðun 22.3.2023 16:00
Bein útsending: Alþjóðasamskipti og þjóðaröryggi Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum? Innlent 22.3.2023 12:31
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. Innlent 22.3.2023 11:59
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. Innlent 22.3.2023 10:57