
Stjarnan

Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0
Valsmenn eru komnir í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í öðrum leik liðanna á þriðjudag.

„Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“
Kolbrún María Ármannsdóttir steig sín fyrstu skref á parketinu í kvöld eftir langa fjarveru en hún meiddist í leik Stjörnunnar og Aþenu þann 7. janúar, eða fyrir rétt tæpum þremur mánuðum.

Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum
Njarðvíkingar eru komnir í lykilstöðu í einvígi þeirra og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna eftir nokkuð öruggan sigur í Umhyggjuhöllinni í kvöld en skotsýning frá Njarðvíkingum í upphafi fjórða leikhluta gerði endanlega út um leikinn.

Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Stjarnan hafnaði risatilboði frá Val í knattspyrnukonuna Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur nú þegar aðeins ellefu dagar eru í fyrsta leik í Bestu deild kvenna.

„Ef maður er í búning er ekkert að manni“
Leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson var að vonum sáttur eftir sigur Stjörnunnar á ÍR, 101-83, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í gær.

„Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“
Borche Ilievski þjálfari ÍR kallaði eftir framlagi frá fleiri leikmönnum í sínu liði í kvöld og talaði sérstaklega um hugarfar eins leikmanns í sínu liði. Hann sagði að ÍR-inga hefði vantað að taka lokaskrefið þegar liðið náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta.

„Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“
Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með varnarleik sinna manna gegn ÍR í kvöld en var duglegur í klisjunum í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik.

Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik
Stjarnan er komin í 1-0 í einvígi liðsins gegn ÍR í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla eftir öruggan sigur í Garðabænum í kvöld. Liðin mætast á nýjan leik í Breiðholtinu á mánudag.

Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna
Valur, Haukar, Fram og ÍR fögnuðu sigri í leikjum lokaumferðar Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og að Grótta er fallið úr deildinni.

„Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir ógjörning að ráða í Stjörnuliðið, bæði fyrir hvert tímabil og eins milli leikja. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sé óútreiknanlegur.

Besta-spáin 2025: Litað út fyrir
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik
Njarðvík tók forystuna gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar með níu stiga sigri 84-75 í IceMar-höllinni í kvöld.

„Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“
Stjarnan og ÍR munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og endurtaka þar með stórkostlegt einvígi frá árinu 2019. Sérfræðingar Körfuboltakvölds spáðu í spilin.

Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir
Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar gat ekki glaðst yfir því að hafa náð að hanga á öðru sæti deildarinnar. Hann var pirraður út af tapinu og einnig út af dómurunum. Stjarnan tapaði fyrir Njarðvíkingur 103-107 og það eru mörg atriði sem þarf að hafa áhyggjur af hjá Stjörnunni.

Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu
Njarðvík vann 103-110 á útivelli gegn Stjörnunni í lokaumferðinni. Njarðvík hefði þurft ellefu stiga sigur til að stela öðru sætinu af Stjörnunni, en endar í þriðja sæti og Stjarnan í öðru.

Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård
Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður Vals í Bestu deild kvenna, er að ganga til liðs við Svíþjóðarmeistara Rosengård. Valur vill fá Úlfu Dís Kreye til að fylla skarð Ísabellu Söru.

Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni
Grótta vann öruggan níu marka sigur, 30-21, gegn Stjörnunni í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Þetta var þriðji sigur Gróttu á tímabilinu og gefur liðinu betri möguleika á að halda sér uppi í úrvalsdeildinni.

Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni
KR lagði Stjörnuna að velli í hádramatískum leik í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í Smáranum í kvöld. Lokatölur í leiknum sem var jafn og spennandi allan tímann urðu 94-91 KR í vil.

Mikilvægur sigur Eyjakvenna
ÍBV vann mikilvægan sex marka sigur er liðið sótti Stjörnuna heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

„Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“
Callum Lawson var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld þegar Keflavík héldu voninni lifandi um úrslitakeppni með 107-98 sigri á sterku liði Stjörnunnar í kvöld.

Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, var nokkuð léttur þegar íþróttadeild náði tali af honum í morgun. Keflavík er með bakið upp við vegg og tímabilið undir þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld.

Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar
Baráttan um deildarmeistaratitilinn í Bónus deild karla í körfubolta mun standa á milli Tindastóls og Stjörnunnar en Njarðvíkingar eiga ekki lengur möguleika.

Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik
Aþena hefur verið að bíta frá sér síðan að liðið féll úr Bónus deild kvenna í körfubolta á dögunum en þrátt fyrir góða stöðu í hálfleik þá réðu Aþenukonur ekki við Stjörnukonur þegar á reyndi í kvöld.

Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu
Stjörnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson getur þakkað fyrir það að fá bara tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu sína í leik Stjörnunnar og KR í Lengjubikarnum á dögunum.

Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur beðið Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmann KR, afsökunar á tæklingu gærdagsins sem hefur vakið töluverða athygli. Þetta staðfestir þjálfari KR.

Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni
Stjarnan tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með tveggja marka sigri á KA í dag, lokatölur 31-29. Enn eru tvær umferðir eftir af deildarkeppni Olís-deildarinnar.

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
KR-ingar tryggðu sér í dag endanlega sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta, með 3-1 sigri á Stjörnunni í fjörugum leik í Garðabæ þar sem rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik. KR mætir Fylki í undanúrslitunum.

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, fékk að líta rauða spjaldið fyrir glórulausa tæklingu í leik liðsins gegn KR í Lengjubikarnum í fótbolta sem nú stendur yfir.

„Náðum í gildin okkar aftur varnarlega“
Stjarnan valtaði yfir Álftanes 116-76. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að vera kominn aftur á sigurbraut.

Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir
Stjörnumenn unnu stórsigur á vængbrotnum nágrönnum sínum í liði Álftaness í kvöld í baráttunni um montréttinn í Garðabæ í Bónus deild karla í körfubolta.