Keflavík ÍF

Keflvíkingar skutu Eyjamenn upp í Bestu deildina
Eyjamenn endurheimtu sæti sitt í Bestu deild karla í fótbolta í dag en þá fór fram lokaumferðin í Lengjudeild karla. ÍBV féll í fyrra en kemur strax upp aftur.

Uppgjörið: Fylkir - Keflavík 1-4 | Keflavík kláraði tímabilið með stæl
Fylkir og Keflavík, liðin tvö sem féllu úr Bestu deild kvenna, mættust í Lautinni í lokaumferðinni. Keflavík þar með 1-4 sigur og endar því einu stigi ofar en Fylkir.

Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík
Tindastóll spilar í Bestu deild kvenna í fótbolta þriðja árið í röð á næsta ári, eftir að hafa sent Fylki niður í Lengjudeildina í dag. Keflavík féll einnig, með 4-4 jafntefli við Stjörnuna.

„Ekki spilamennska sem við eigum að vera að bjóða upp á“
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var heldur svekktur með að hafa tekið aðeins eitt stig gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag.

„Ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp“
Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var eðlilega sár og svekkt eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna. Úrslitin þýða að Keflavík er fallið úr efstu deild.

„Svo margt í sumar sem sker úr um að við förum niður“
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur, segir það gríðarlegt svekkelsi að liðið sé fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í dag.

Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild
Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag.

„Ég er í skýjunum og ætla að vera það fram eftir kvöldi“
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls var mjög ánægður með leik síns lið í dag en Tindastóll lagði Keflavík 2-1 í neðri hluta Bestu deildar kvenna.

Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 2-1 | Keflavík í vondum málum eftir tap
Tindastóll vann Keflavík 2-1 á Sauðárkróki í dag í hörkuleik. Leikurinn var fyrsti leikur í neðra umspili Bestu deildarinnar.

Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 1-1 | Jafnt í fallslagnum á Króknum
Keflavík gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrsta leiknum eftir að Jonathan Glenn var látinn fara sem þjálfari liðsins. Áfram munar þremur stigum á liðunum í Bestu deild kvenna.

Glenn rekinn frá Keflavík
Botnlið Bestu deildar kvenna, Keflavík, hefur sagt þjálfaranum Jonathan Glenn upp störfum.

Keflavík í vandræðum: „Þetta er ekkert nema hausinn, það vantar einhverja trú“
„Þetta er óskiljanlegt, að fá á sig fjögur mörk, í seinni hálfleik,“ sagði Helena Ólafsdóttir um 3-4 tap Keflavíkur gegn FH þar sem heimakonur komust þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en hrundu gjörsamlega í seinni hálfleik.

Sjáðu mörkin úr ótrúlegri endurkomu FH í Keflavík og öll hin úr Bestu deild kvenna
Ekki vantaði mörkin þegar 17. umferð Bestu deildar kvenna hófst í gær. Alls voru sautján mörk skoruð í þremur leikjum.

Uppgjörið: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum
Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld.

Uppgjörið: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar unnu suður með sjó
Keflavík fékk Víking í heimsókn í dag í Bestu deild kvenna. Var leikurinn liður í 16. umferð deildarinnar. Lauk leiknum með 1-2 sigri gestanna sem hafa þar með svo gott sem tryggt sig í efri hluta deildarinnar. Keflavík er enn í harðri fallbaráttu á botni deildarinnar.

Keflvíkingar unnu Suðurnesjaslaginn
Keflavík vann sinn fimmta sigur í röð í Lengjudeild karla þegar liðið lagði nágranna sína úr Grindavík að velli í kvöld. Afturelding og Leiknir gerðu jafntefli í hinum leik kvöldsins.

Þrumuskotið sem Val á toppinn, endurkoma Víkinga og öll hin mörkin
Það vantaði ekki mörkin í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en það voru skoruð nítján mörk í leikjunum fimm. Nú má sjá þau öll hér inn á Vísi.

Dramatískur Keflavíkursigur og ÍR bjargaði stigi á Dalvík
Keflavík vann dramatískan sigur á Þór, 3-2, þegar liðin mættust suður með sjó í Lengjudeild karla í kvöld. Þá gerðu Dalvík/Reynir og ÍR 1-1 jafntefli fyrir norðan.

Uppgjörið: Þróttur - Keflavík 4-2 | Endurkomusigur Þróttar
Þróttur vann ótrúlegan 4-2 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar komust tveimur mörkum yfir en heimakonur létu það ekki slá sig út af laginu og svöruðu með fjórum mörkum.

Íslandsmeistararnir fá til sín fyrrum WNBA leikmann
Íslandsmeistarar Keflavíkur í kvennakörfunni hafa samið við bandarísku körfuboltakonuna Jasmine Dickey. Það er ljóst að þar fer öflugur leikmaður.

Síðasta púslið hjá Keflvíkingum fundið
Keflavík hefur fundið sér bandarískan leikmann fyrir átökin í Bónus deild karla í körfubolta á næsta tímabili.

Uppgjörið: Keflavík - Þór/KA 0-1 | Norðankonur unnu suður með sjó
Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar Þór/KA sótti botnlið Keflavíkur heim í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Uppgjörið: Valur - Keflavík 2-1 | Unnu níunda leikinn í röð
Íslandsmeistarar Vals hafa nú unnið níu leiki í röð í deild og bikar en heppnin var svo sannarlega með þeim þegar liðið lagði Keflavík í Bestu deild kvenna í dag.

Keflvíkingar fá þýskan framherja
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við þýska leikmanninn Jarelle Reischel um að leik mað liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild karla í körfubolta.

Sjáðu þrennu Söndru, fernu Huldu og táningana sjá um þetta fyrir Val
Fótboltastelpurnar í Bestu deildinni fundu skotskóna á ný eftir afar fá mörk í umferðinni á undan.

Keflavík fagnaði sigri í botnslag Bestu deildarinnar
Tvö neðstu lið Bestu deildar kvenna mættust í 12. umferð og Keflavík fagnaði 1-0 sigri gegn Fylki.

Finnst það gleymast að dómarar eigi að vernda leikmenn
Bestu mörkin fengu ekki mörg mörk í elleftu umferð Bestu deildar kvenna en það var þeim mun meira af vafaatriðum þegar kom að dómgæslu í þessum leikjum. Sérfræðingarnir ræddu dómgæsluna í kvennadeildinni.

Sjáðu markið sem skilaði Stjörnunni fyrsta sigrinum í fimm leikjum
Aðeins tvö mörk voru skoruð í þremur leikjum Bestu deildar kvenna í gær. Andrea Rut í Breiðablik og Úlfa Dís í Stjörnunni tryggðu sigur fyrir sín lið með skotum fyrir utan teig sem má sjá hér að neðan.

„Finnst mega vernda leikmenn meira“
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild kvenna, segir erfitt að kyngja 1-0 tapi síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld.

„Væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að það var mikið stress“
Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í fyrsta sinn í kvöld. Niðurstaðan varð 1-0 sigur gegn Keflavík og fjögurra leikja taphrina liðsins því loks á enda í hans fyrsta leik.