ÍBV

Umfjöllun: KR - ÍBV 4-0 | Atli setti upp sýningu á Meistaravöllum
KR-ingar unnu sannfærandi 4-0 sigur þegar liðið fékk ÍBV í heimsókn á Meistaravelli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði þrennu í leiknum eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR á bragðið.

Umfjöllun: Selfoss-ÍBV 0-0 | Markalaust í suðurlandsslagnum
Selfoss tók á móti ÍBV í sannkölluðum suðurlandsslag í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Selfyssingar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en ÍBV í þeim síðari. Bæði lið björguðu á línu í markalausu jafntefli í kvöld þar sem að mörg færi litu dagsins ljós.

„Yfirleitt klárast hann“
Hrafnhildur Andrésdóttir stendur vaktina í veitingatjaldi ÍBV í dalnum um helgina og segir lundann yfirleitt seljast upp á hátíðinni en hún segir krakkana vera spennta að smakka.

„Strákarnir eiga skilið að njóta sín og skemmta sér í Dalnum“
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, sagði jafntefli líklega hafa verið sanngjörn úrslit í leik ÍBV og Keflavíkur sem fram fór í Bestu deildinni í fótbolta í dag.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 2-2 | Stigunum deilt í gleðinni á Þjóðhátíð
ÍBV hafði unnið síðustu tvo leiki áður en þeir fengu Keflavík í heimsókn á laugardegi á Þjóðhátíð. Leikurinn var mikil skemmtun og endaði með tvö-tvö jafntefli.

Frá EM í Englandi og út í Eyjar
Einn af landsliðsmarkvörðum Íslands á Evrópumótinu er komin í nýtt félag fyrir lokasprettinn í Bestu deildinni því hún mun klára tímabilið í Vestmannaeyjum.

Eyjakonur fá bandarískan sóknarmann frá Frakklandi
Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við bandaríska sóknarmanninn Madison Wolfbauer um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild kvenna.

Umfjöllun: Leiknir - ÍBV 1-4 | Eyjamenn sendu Breiðhyltinga í fallsæti
ÍBV vann 4-1 sigur á Leikni Reykjavík á heimavelli síðarnefnda liðsins í Breiðholti í fyrsta leik 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍBV vann þar með annan leik sinn í röð.

Guðjón Pétur segist ekki vera fara fet þrátt fyrir áhuga Grindavíkur
Hávær orðrómur er á kreiki er varðar stöðu Guðjóns Péturs Lýðssonar, leikmanns ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Talið er að hann gæti verið á leiðinni til Grindavíkur sem spilar í Lengjudeildinni.

Stórkostleg frammistaða í Besta þættinum
Fulltrúar ÍBV og Leiknis úr Breiðholti áttust við í bráðfjörugri keppni í nýjasta þætti Besta þáttarins sem nú er hægt að sjá hér á Vísi.

Evrópubikarkeppnin sendir Eyjamenn til Ísrael
ÍBV mun leika gegn ísraelska liðinu Holon HC í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Dregið var í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í morgun.

Valur fer til Slóvakíu, KA/Þór til Norður-Makedóníu og ÍBV til Grikklands
Dregið var í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í morgun og voru þrjú íslensk lið í pottinum.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús
ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2.

„Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning“
„Þetta er stórkostlegt, loksins fengum við smá sigurvímu. Við gerðum þetta aðeins spennandi svona eins og þetta á að vera,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta sigur ÍBV í Bestu deild karla í dag er liðið tók á móti Val. Lokatölur 3-2.

ÍBV dregur umdeilda ákvörðun til baka
Íþróttabandalag Vestmannaeyja mun falla frá þeirri ákvörðun frá 15. mars sl. um tekjuskiptingu milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins.

Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts
Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV.

ÍBV hefur leik í fyrstu umferð en KA og Haukar fara beint í aðra umferð
ÍBV, Haukar og KA eru þau þrjú íslensku lið sem skráð eru til leiks í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. ÍBV verður í pottinum þegar dregið verður í fyrstu umferð, en Haukar og KA mæta til leiks í aðra umferð.

Sjáðu öll sjö mörkin í endurkomusigri KA gegn ÍBV
Eyjamenn voru grátlega nálægt sínum fyrsta sigri í Bestu-deildinni í gær en þeir komust tvívegis yfir gegn KA áður norðanmenn sneru leiknum við sér í hag.

Umfjöllun: KA 4-3 ÍBV | Frábært sigurmark skilaði heimasigri í markaleik
KA vann mikilvægan heimasigur á botnliði ÍBV á Akureyri í dag. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og sjö mörk litu dagsins ljós en það var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði sigurmark heimamanna.

Umfjöllun: ÍBV - Breiðablik 0-0 | Botnliðið tók stig af toppliðinu
Eyjamenn, sem voru sigurlausir á botni Bestu-deildar karla fyrir leik dagsins, gerðu sér lítið fyrir og tóku stig af sjóðheitu toppliði Breiðabliks er liðin gerðu markalaust jafntefli í Vestmannaeyjum í dag.

Stutt gaman hjá Hans og Hosine
Þeir Hans Kamta Mpongo og Hosine Bility hafa yfirgefið lið ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta. Munu þeir ekki leika meira með liðunum á leiktíðinni.

Stefnir í hitafund í Eyjum: „Átt andvökunætur og oft verið nálægt tárum yfir þessu“
Það stefnir í mikinn hitafund í Vestmannaeyjum í kvöld þegar aðalfundur ÍBV Íþróttafélags fer fram. Fyrr í dag sagði handknattleiksráð félagsins af sér vegna mikillar óánægju með skiptingu fjár á milli handboltans og fótboltans hjá félaginu.

Segja af sér og lýsa yfir vantrausti á aðalstjórn ÍBV
Stjórn handknattleiksdeildar ÍBV hefur lýst yfir vantrausti á aðalstjórn félagsins og séð sig tilneydda að segja af sér störfum.

Bættu rúmlega tveggja áratuga met ÍBV
Stórsigur Breiðabliks á KR í Bestu deild karla á fimmtudag fer í sögubækurnar. Var Breiðablik þar að vinna sinn 16. heimaleik í röð í efstu deild. Síðasta tap liðsins á Kópavogsvelli kom í fyrstu umferð síðasta tímabil þegar KR vann þar 2-0 útisigur.

Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“
Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg.

Markasúpa á nýjum heimavelli Fram, Ísak Snær sneri aftur og Atli bjargaði KR
Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Fram vígði nýjan heimavöll og bauð til veislu er ÍBV kom í heimsókn. Stjarnan tók á móti KR og Breiðablik skoraði fjögur gegn KA.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal
Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu.

Andri Rúnar: Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum
Andri Rúnar Bjarnason, framherji ÍBV, var svekktur að hafa ekki fengið stigin þrjú út úr leiknum sem ÍBV spilaði í kvöld við Fram á nýjum heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, en Andri gerði sjálfur tvö mörk fyrir ÍBV.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 4-0 | Sanngjarn sigur heimakvenna
Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik Bestu deildar kvenna fyrir EM kvenna í knattspyrnu fyrr í dag í Garðabænum. Stjarnan var mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk eftir að hafa sótt án afláts seinni 45 mínúturnar. Leikurinn endaði 4-0 og þótti sigurinn sanngjarn.

Sjáðu markaflóðið í Vesturbæ og mörk Víkinga í Eyjum
Alls voru níu mörk skoruð í aðeins tveimur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta á miðvikudag. KR og ÍA gerðu 3-3 jafntefli á meðan Víkingar lögðu ÍBV 3-0 í Vestmannaeyjum.