Haukar

Fréttamynd

Igor Kopishinsky til Hauka

Haukar hafa styrkt liðið sitt enn frekar fyrir komandi átök í Olís-deildinni í vor en liðið var rétt í þessu að tilkynna að úkraínski hornamaðurinn Igor Kopishinsky hafi samið við liðið.

Handbolti
Fréttamynd

Helena: Ég vil auðvitað vera inn á vellinum allan tímann

Helena hafði fá svör við því hvað hafi gerst þegar Haukar misstu leikinn úr höndunum í fjórða leikhluta þegar Haukar töpuðu fyrir Valskonum 79-70 eftir að hafa leitt í leikinn í 32 mínútur og verið yfir með sjö stigum fyrir lokaleikhlutann. Leikið var að Hlíðarenda og var leikurinn hluti af níundu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Aron Rafn fær að standa í marki Hauka í dag

Haukar taka á móti rúmenska liðinu Focsani í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta í dag. Aron Rafn Eðvarsson, markvörður liðsins, fær að standa vaktina í markinu eftir að hafa verið rekinn úr húsi í fyrri leik liðanna.

Handbolti
Fréttamynd

Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól?

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn.

Handbolti