UMF Grindavík

Fréttamynd

Sögu­legur leikur í Njarð­vík

Kvennalið Njarðvíkur mætir Grindavík í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu á gervigrasinu fyrir utan Nettóhöllina í dag, laugardag. Um er að ræða sögulegan leik þar sem þetta er fyrsti meistaraflokksleikur Njarðvíkurliðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit

Fyrr í kvöld áttust Njarðvík og Grindavík við í þriðja leik sínum í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni heimavelli Njarðvíkinga. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur en Grindvíkingar veittu harðari mótspyrnu þegar leið á. Það dugði hins vegar ekki til og Njarðvík sigraði 102-93 og einvígið 3-0.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er augljóslega mjög fúll“

Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Stuðningsmenn Grindavíkur kveiktu í mér“

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík 86-94. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, gerði síðustu sjö stig Njarðvíkur og kláraði leikinn. Haukur var brattur eftir leik og sagði að stuðningsmenn Grindavíkur hafi kveikt í sér.

Sport
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 87-84 | Njarðvík marði fyrsta sigurinn

Njarðvík og Grindavík mættust fyrr í kvöld í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga, Ljónagryfjunni. Heimamenn náðu mest tuttugu stiga forystu í leiknum en Grindavík gerði áhlaup í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með naumum sigri Njarðvíkur 87-84.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vel gert hjá Grindavík“

Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild karla í körfubolta, var ekki sáttur að öllu leyti, í viðtali við Vísi, eftir nauman sigur hans liðs, 87-84, gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni fyrr í kvöld. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forystu í leiknum en Grindvíkingar náðu að gera leikinn spennandi í lokin.

Körfubolti
Fréttamynd

Subway Körfuboltakvöld: Þrenna Óla Óla

Ólafur Ólafsson náði þrefaldri tvennu í sigri Grindavíkur gegn Haukum í Subway-deildinni á fimmtudag. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Ólafs í þætti vikunnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar

Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“

Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er alveg brjálaður“

Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld.

Körfubolti