HK

Dagskráin í dag: Tekst Gróttu að skora sitt fyrsta mark gegn HK? KR fær Víkinga í heimsókn, Tórínóslagurinn og Pepsi Max tilþrifin
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti.

„Valgeir er langmikilvægasti leikmaður HK“
Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára er Valgeir Valgeirsson langmikilvægasti leikmaður HK. Þetta segir Davíð Þór Viðarsson.

Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ.

Arnar Freyr frá í tvo mánuði | Enginn markvörður á leið til HK
Sigurður Hrannar Björnsson mun verja mark HK næstu vikurnar á meðan Arnar Freyr Ólafsson jafnar sig á meiðslunum sem hann varð fyrir gegn FH.

Sjáðu þrennuna hjá Pedersen, rauða spjaldið á Leif og endurkomuna hjá KR
KR og Valur unnu sína leiki er þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla fór af stað í gærkvöldi. Þriðja leik gærkvöldsins, leik Stjörnunnar og KA, var frestað vegna kórónuveirusmits.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-4 | Þægilegt fyrir Valsmenn í Kórnum
Valsmenn unnu frábæran 4-0 sigur gegn HK í Kórnum í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í dag.

Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík
Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði.

Jón Arnar Barðdal fékk bæði verðlaunin hjá Stúkunni
Óvænt stjarna HK á móti KR á Meistaravöllum fékk bæði verðlaunin frá Gumma Ben og félögum í Pepsi Max Stúkunni.

Ólíklegt að Valgeir verði frá jafn lengi og margir telja | Vesen erlendis með félagaskipti Ara og Stefáns
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að Valgeir Valgeirsson gæti náð sér í vikunni. Þá er vesen erlendis varðandi félagaskipti Ara Sigurpálssonar og Stefáns Alexanders Ljubicic.

Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag
Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld.

Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli
Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum.

Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla.

„Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið.

Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað.

HK fær framherja
HK hefur fengið Stefan Alexander Ljubicic til liðs við sig og á hann að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla.

Brynjar um markmannsstöðuna: Þurfum að sjá hvort að við þurfum að gera eitthvað í þeirri stöðu
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að óvissa ríki um meiðsla Arnars Freys Ólafssonar, markmanns HK, sem fór út af í tapleiknum gegn FH í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi.

Bologna kaupir Ara en lánar hann til HK
Bologna hefur keypt framherjann unga og efnilega, Ara Sigurpálsson, frá HK. Hann leikur þó með Kópavogsliðinu í sumar.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 3-0 | Ragna Guðrún með tvö og Afturelding í 2. umferð
Afturelding sló í kvöld HK út úr Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Leikurinn fór 3-0 en hann fór fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ. Afturelding komst yfir í fyrri hálfleik og var aldrei nálægt því að missa forystuna frá sér.

Mark og stoðsending frá Guðjóni Pétri í Kópavogsslagnum
Breiðablik byrjar Pepsi Max-deild karla með sigur á bakinu en þeir unnu HK í Kópavogsslag, 3-1, er liðin mættust á Kópavogsvelli í dag.

„Þjóðhátíðarleikurinn stendur upp úr“
Arnar Freyr Ólafsson varð ekki aðalmarkvörður í meistaraflokki fyrr en hann var 23 ára. Misvel gekk fyrst eftir að hann kom í HK en leiðin hefur legið upp á við frá miðju tímabili 2017. Góð samskipti eru ein stærsta ástæðan fyrir sterkum varnarleik HK.

Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Spilaði ekki leik í fyrra en er í banni: „Lét eitthvað út úr mér sem ég hefði ekki átt að segja“
„Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Jafntefli hjá Fjölni og HK í Grafarvogi
Fjölnismenn, sem verða nýliðar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar, tóku á móti HK í æfingaleik í Grafarvogi í kvöld nú þegar styttist í að Íslandsmótið hefjist.

Hættur við að hætta og leikur með HK í sumar
HK-ingar fengu góðar fréttir þegar Hörður Árnason ákvað að hætta við að hætta.

Ein sú efnilegasta í HK
HK heldur áfram að safna liði fyrir átök næsta tímabils. Einn efnilegasti leikmaður landsins er gengin í raðir Kópavogsliðsins.

„Hvernig gat svona leikmaður verið í Haukum?“
Það var til umræðu í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær hvaða leikmenn gætu slegið í gegn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Hjörvar Hafliðason nefndi þar á nafn Alexander Freyr Sindrason.

Segir HK með veikari hóp í ár: Var á leið til Englands að skoða leikmenn
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að leikmannahópur liðsins sé veikari í ár en í fyrra. Liðið sé með svipað lið en ekki sé mikil breidd. Hann var á leið til Englands að skoða leikmenn er kórónuveiran skall á.

Jóhann Birgir aftur í Kópavoginn
Handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson hefur samið við HK og mun leika með liðinu í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð.

Fara inn í mótið með sautján ára strák sem sinn besta mann
Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fjárráða er Valgeir Valgeirsson besti leikmaður HK. Þetta segir Hjörvar Hafliðason.

Botna ekkert í yfirlýsingu HK: „Hlýtur að vera byggt á misskilningi“
Stjarnan segir að hvorki HK né HSÍ hafi samband við sig vegna félagaskipta handboltamannsins Péturs Árna Haukssonar. HK-ingar eru ósáttir við vinnubrögð Stjörnumanna í málinu.