
Fram

Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið
EM-fríið verður aðeins lengra hjá Framaranum Elainu Carmen La Macchia heldur en öðrum leikmönnum Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin
Fjölmörg flott mörk voru skoruð í leikjunum fjórum sem fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Þau má öll sjá í spilurunum hér fyrir neðan.

„Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“
Fram og ÍBV mættust á Lambhagavellinum í dag og lauk leiknum með 2-0 sigri heimamanna. Með sigrinum komust Framarar upp að hlið Vestra í 5. sæti deildarinnar og Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins var ánægður með varnarleik sinna manna í dag.

Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna
Fram og ÍBV mættust á Lambhagavellinum í dag og lauk leiknum með 2-0 sigri heimamanna í kaflaskiptum leik.

Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu sérstakt atvik úr leik Fram og Þróttar í Bestu deild kvenna á dögunum.

Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu
Íslandsmeistarar Breiðabliks verða án fyrirliða sína í næstu tveimur leikjum eftir að aganefnd KSÍ dæmdi Höskuld Gunnlaugsson í tveggja leikja bann.

Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“
Það gekk á ýmsu undir lok leiks Breiðabliks og Fram í 12.umferð Bestu deildar karla í gær. Slagsmál brutust út milli leikmanna og tvö rauð spjöld fóru á loft. Farið var yfir atburðarásina í Stúkunni á Sýn Sport í gær.

Sjáðu slagsmálin eftir jöfnunarmark Blika
Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í Bestu deild karla í kvöld með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið.

Uppgjörið: Breiðablik - Fram 1-1 | Dramatík í Kópavogi
Breiðablik náði í jafntefli gegn Fram fyrr í kvöld. Fram var einu marki yfir þegar komið var í uppbótartíma þegar heimamenn fengu víti í uppbótartímar sem Haöskuldur Gunnlaugsson skoraði úr. Fram getur verið ósáttari aðilinn í lok leiks þar sem þeir gerðu virkilega vel úr sínum aðgerðum.

Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram
Rúnar Kárason hefur framlengt samning sinn við Fram en Rúnar varð bæði bikar- og Íslandsmeistari með Fram á nýafstöðnu tímabili í Olís-deild karla.

Reif Sæunni niður á hárinu
Markvörður Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta gæti verið á leið í leikbann eftir að hafa rifið leikmann Þróttar niður með því að toga í hár hennar. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það má nú sjá á Vísi.

Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram
Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína.

Ekkert lið vill fara með óbragð í munni frá tíundu umferð
Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með afar athyglisverðum leik Fram og Þróttar Reykjavíkur. Fram hefur verið á mikilli siglingu á meðan að Þróttur, sem er með jafnmörg stig og topplið Breiðabliks, hefur hikstað. Framundan er langt hlé í deildinni og er þjálfari Fram sammála því að ekkert lið vilji fara með tap á bakinu inn í þá pásu.

Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit
Fram varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Leikurinn fór fram á Malbikstöðinni að Varmá og sigruðu gestirnir 1-0.

Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði
Breyta þurfti tveimur leikjum KA í Bestu deild karla í fótbolta vegna þátttöku Akureyrarliðsins í Evrópukeppninni.

Markaveisla Mosfellinga, Blikar á toppi, sigurmark Vestra og öll mörkin í Bestu
Nú er hægt að sjá öll mörkin úr fimm fyrstu leikjum elleftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Fjórir leikir fóru fram í gær og einn á laugardagskvöldið.

Uppgjörið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld
Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti.

„Það er trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði“
Fram gerðu sér góða ferð niður á Hlíðarenda þar sem þær heimsóttu Val í níundu umferð Bestu deild kvenna. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik snéru Fram taflinu við í þeim síðari og fóru með sterkan sigur af hólmi 1-2.

Uppgjörið: Valur - Fram 1-2 | Endurkomusigur hjá Fram
Valur tók á mót Fram á N1 vellinum við Hlíðarenda þegar níunda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína í dag. Gestirnir í Fram hafa verið á flottu skriði á meðan lítið hefur gengið upp hjá Val. Það fór svo að Fram hafði betur með tveimur mörkum gegn einu.

„Stress og spenningur að flytja einn út og þurfa læra á uppþvottavél“
Reynir Þór Stefánsson segist gera sér grein fyrir hvernig stökk það er að fara úr efstu deilda í handbolta hér á landi yfir í þýsku úrvalsdeildina. Mikil vinna sé fram undan.

Sjáðu frábært liðsmark FH, markaveislu Blika og Þrótt halda sig á toppnum
Heil umferð fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem efstu þrjú liðin unnu öll sína leiki. Nú má sjá öll mörkin úr umferðinni hér á Vísi.

Uppgjör: Fram - Stjarnan 3-1 | Framarar sannfærandi
Framarar unnu sannfærandi sigur gegn Stjörnunni 3-1 á heimavelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum.

„Þetta var allt eftir handriti“
Fram vann 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Úlfarsárdal. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn. Sömu sögu má segja um leikmenn Fram sem skvettu vatni á Óskar í tilefni sigursins.

Lýst sem ungum Elvari: Reynir til eins besta liðs Þýskalands
Þýska handknattleiksfélagið Melsungen staðfesti í dag komu Framarans unga Reynis Þórs Stefánssonar. Óhætt er að segja að síðustu vikur hafi verið sannkallaður draumur hjá þessum 19 ára leikmanni.

Spilar með tilfinningum sínum: „Næst kýlir maður með vinstri“
Tryggvi Garðar Jónsson, tvöfaldur meistari með Fram í handboltanum er á leið út í atvinnumennsku. Tímabilið hjá honum var ekki allt eins og blómstrið eina, Tryggvi spilar með tilfinningum sínum, þær leiða hann stundum í gönur en aftra því þó ekki að hann vinni titla.

Sjáðu klaufalegu mörkin sem Fram gaf frá sér
Fram heimsótti Hlíðarenda í gærkvöldi og gaf tvö afar klaufaleg mörk frá sér sem leiddu til 2-1 taps. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði glæsilegt mark fyrir Fram.

„Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni“
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum kátur eftir góðan sigur hans manna gegn Fram nú í kvöld. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik tókst Val að skora tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik eftir að hafa nýtt sér slæm mistök í vörn Fram í bæði skiptin.

Umfjöllun: Valur-Fram 2-1 | Níu stig í Valshúsi á níu dögum
Valsmenn eru aðeins tveimur stigum frá toppsætinu eftir þriðja deildarsigur sinn í röð í kvöld. Valur vann þá 2-1 sigur á Fram á Hlíðarenda þar sem öll mörkin komu í síðari hálfleiknum. Valsmenn unnu þrjá leiki á níu dögum og stimpluðu sig með því inn í toppbaráttuna.

Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal
KA fór í frægðarför í Úlfarsárdal í 9. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og það skoraði færeyingurinn fljúgandi, Jóan Símun Edmundsson.

Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis
Hinn 22 ára gamli Tryggvi Garðar Jónsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í handbolta með Fram, flytur til Austurríkis í sumar því hann hefur samið við úrvalsdeildarfélagið ALPLA Hard.