UMF Selfoss

Fréttamynd

Kórdrengir, Selfyssingar og Vestri með heimasigra í Lengjudeildinni

Fimm leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag og nú er þrem þeirra lokið. Tíu leikmenn Kórdrengja héldu út gegn Þór frá Akureyri og unnu 2-0. Selfyssingar eru að hrista af sér falldrauginn eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu og Vestri vann góðan 2-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík.

Fótbolti
Fréttamynd

Haukar sigruðu Ragnarsmótið á Selfossi

Leikið var til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi í dag, en spilað var um fyrsta, þriðja og fimmta sætið. Ríkjandi deildarmeistarar Hauka höfðu betur gegn Fram í úrslitaliknum, 27-20.

Handbolti
Fréttamynd

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu Brennuþrennuna og mörk systranna

Brenna Lovera skoraði þrennu fyrir Selfoss í 4-3 sigrinum gegn Fylki í Árbæ í gærkvöld og er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð: Hún er hérna til að skora

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var svekktur með úrslitin á móti Þrótti er liðin skildu jöfn, 2-2, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Hann er þó ánægður með frammistöðuna, sérstaklega hjá hinni bandarísku Brennu Lovera.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þróttur opnaði fallbaráttuna upp á gátt

Þróttur vann lífsnauðsynlegan 3-0 sigur á Selfossi í fallslag í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Liðið er áfram í fallsæti, en aðeins tveimur stigum frá Selfossi sem eru í öruggu sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða

ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á.

Innlent
Fréttamynd

Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna

Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri.

Íslenski boltinn