UMF Selfoss

Fréttamynd

Bjarni Jóhannsson snúinn aftur í þjálfun

Bjarni Jóhannsson hefur ákveðið að snúa aftur í þjálfun og samdi við Selfoss þar sem hann mun stýra karlaliði félagsins til næstu tveggja ára. Verkefnið sem bíður hans er stórt, en liðið féll niður úr Lengjudeildinni í sumar og mun spila í 2. deild á næsta tímabili. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sif Atla­dóttir leggur skóna á hilluna

Landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Hún hefur undanfarin ár spilað með Selfossi í Bestu deild kvenna en liðið er fallið niður í Lengjudeildina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KA í engum vandræðum með Selfyssinga

KA fór á Selfoss og vann sjö marka útisigur 23-30 í 1. umferð Olís deildar karla. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en KA gekk á lagið þegar að líða tók á fyrri hálfleik og leit aldrei um öxl eftir það.

Sport
Fréttamynd

Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga

Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Liðið var mjög meðvitað um hvað væri í húfi“

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að siurinn hafi í raun aldrei verið í hættu eftir að FH-ingar bættu öðru og þriðja markinu við eftir rúmlega hálftíma leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Vestri batt enda á sigurgöngu Selfyssinga

Vestri vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Selfossi í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar höfðu unnið þrjá leiki í röð í deildinni og sigur hefði komið þeim upp í umspilssæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Botn­liðið fær liðs­styrk

Selfoss hefur samið við Abby Burdette um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem stendur á botni deildarinnar með aðeins sjö stig, fimm frá öruggu sæti.

Íslenski boltinn