Þróttur Reykjavík

Fréttamynd

Reif Sæunni niður á hárinu

Markvörður Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta gæti verið á leið í leikbann eftir að hafa rifið leikmann Þróttar niður með því að toga í hár hennar. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það má nú sjá á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ekkert lið vill fara með ó­bragð í munni frá tíundu um­ferð

Tíunda um­ferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með afar at­hyglis­verðum leik Fram og Þróttar Reykja­víkur. Fram hefur verið á mikilli siglingu á meðan að Þróttur, sem er með jafn­mörg stig og topp­lið Breiða­bliks, hefur hikstað. Fram­undan er langt hlé í deildinni og er þjálfari Fram sammála því að ekkert lið vilji fara með tap á bakinu inn í þá pásu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég held samt að hann sé að bulla“

Þróttarakonur byrjuðu tímabilið frábærlega, töpuðu ekki í fyrstu átta leikjum sínum í Bestu deildinni og komust í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið tapaði síðan tveimur leikjum með nokkra daga millibili. Bestu mörkin fóru yfir stöðuna í Laugardalnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Harma ljót orð í Dalnum og lofa bættri gæslu

Knattspyrnudeildir Þróttar og Njarðvíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna þeirra orðaskipta sem urðu á milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur í fyrrakvöld, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Lengjudeild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Caroline kveður Þrótt og heldur heim til Banda­ríkjanna

Caroline Murray er á förum frá toppliði Þróttar í Bestu deild kvenna til Sporting Club Jacksonville í Flórída, sem er nýstofnað lið í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Hún verður með í næstu þremur leikjum en yfirgefur Laugardalinn þegar landsleikjahlé skellur á vegna EM.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu glæsi­mark Úlfu, stór­sigur Stólanna, sjóð­heita Þróttara og Þór/KA þrennuna

Fjórir fjörugir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með glæsilegu marki. Tindastóll vann stórsigur á heimavelli hamingjunnar. Þróttur skoraði fjögur og fagnaði fjórða sigrinum í röð. Þór/KA setti þrjú í sigri á nýliðunum. Mörkin úr öllum leikjum má finna hér fyrir neðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Sjálfum okkur verstar”

FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis.

Fótbolti