

Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar var allt annað en sáttur við vítaspyrnu sem Keflavík fékk í 2-3 sigri liðsins í Mosfellsbæ í Bestu-deild kvenna í gær.
Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun því spila með liðinu í Olís-deildinni í handbolta í vetur.
Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.
Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað.
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld þegar Fjölnir vann öruggan 1-4 útisigur gegn KV og Grótta vann 4-2 sigur gegn Aftureldingu.
Bandaríska knattspyrnukonan Jade Gentile skiptir úr Bestu deildar liði Aftureldingu yfir í fjölbragðaglímu hjá WWE samtökunum.
Þríeykið í Handkastinu gefur lítið fyrir umkvartanir Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar, vegna félagaskipta Sveins Andra Sveinssonar.
Afturelding vann gríðarlega mikilvægan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Þór/KA í fallbaráttuslag í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ísafold Þórhallsdóttir skoraði eina mark leiksins strax á fyrstu mínútu.
„Ég er hrikalega stoltur af liðinu, það er ekki létt að koma til Akureyrar en þetta fór vel í dag,“ sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir gríðarlega mikilvægan sigur, 0-1 á móti Þór/KA.
Sveinn Andri Sveinsson hefur ákveðið að yfirgefa Aftureldingu til að spila með liði Empor Rostock í þýsku 2. deildinni, við litla kátínu Gunnars Magnússonar þjálfara Aftureldingar.
Afturelding tók á móti Þrótti í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Afturelding er neðst í deildinni og þurfi á sigri að halda, ekki kom hann í dag þar sem Þróttur vann með tveimur mörkum. Lokatölur 0-2.
Afturelding hefur fengið bandaríska varnarmanninn Mackenzie Hope Cherry til liðs við sig og mun hún leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu.
Afturelding gerði góða ferð austur fyrir fjall og vann 1-4 sigur á Selfossi í 14. umferð Lengjudeildar karla í gær. Þetta var þriðji sigur Mosfellinga í röð en þeir eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar.
Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur samið við þrjá leikmenn um að leika með kvennaliði félagsins í Bestu-deild kvenna.
Lið Aftureldingar úr Mosfellsbæ gerði sér góða ferð á Vestfirði og vann 1-4 sigur á liði Vestra í Lengjudeild karla í fótbolta.
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Selfyssingar tylltu sér aftur í toppsæti deildarinnar með 2-0 sigri gegn Fjölni og Afturelding vann öruggan 4-1 sigur gegn Þór frá Akureyri.
Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á skemmtilega nýjung á leiknum við Þór í Mosfellsbæ í kvöld. Hægt verður að fá klippingu á meðan á leik stendur.
Afturelding gerði sér lítið og sigraði Selfoss á þeirra eigin heimavelli, 0-1, í 10. umferð Bestu-deildarinnar.
Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0.
Taylor Bennett, varnarmaður Aftureldingar í Bestu deild kvenna, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla á mjöðm. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.
„Það er alltaf gott þegar þjálfari er ánægður, þá er ekkert hægt að kvarta,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir viðtal þjálfara Aftureldingar sem hafði rétt á undan tapað 6-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals.
Íslandsmeistarar Vals fengu nýliða og botnlið Aftureldingar í heimsókn á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna. Valskonur mættu töluvert ákveðnari til leiks og unnu leikinn með fimm marka mun, 6-1.
Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar.
Öllum fimm leikjum dagsins í Mjólkurbikar kvenna er nú lokið, en seinustu tveim lauk nú rétt í þessu. Valskonur gerðu góða ferð norður og unnu 1-4 sigur gegn Tindastól og Selfyssingar unnu 3-1 sigur gegn Aftureldingu eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. HK vann 2-0 sigur gegn Aftureldingu, Selfyssingar eru enn taplausir eftir 4-0 sigur gegn Þrótti Vogum og Kórdrengir björguðu stigi er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölni.
KR vann 1-0 sigur á Aftureldingu í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig KR á tímabilinu en liðin eru nú bæði með þrjú stig í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu.
Dómgæslan á leik Aftureldingar og Stjörnunnar var til umræðu í Bestu mörkunum en þjálfari Aftureldingar var afar ósáttur með dómarann eftir 3-1 tap sinna kvenna.
Stjarnan vann 1-3 sigur á Aftureldingu í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Malbiksstöðinni að Varmá í kvöld.
Keflavíkurkonur voru á toppi Bestu deildar kvenna eftir tvær umferðir og sendu í framhaldinu Bestu mörkunum sokk. Síðan hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð þar af á móti nýliðum Aftureldingar á heimavelli í síðasta leik.
Nýliðarnir í Aftureldingu sóttu sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið vann góðan 1-2 útisigur gegn spútnikliði Keflavíkur í Bestu-deild kvenna í kvöld.