

Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld.
Keflavík vann nauman endurkomusigur í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld en liðið lenti í miklum vandræðum með nýliða Tindastóls.
Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi var farið vel yfir framburð á nöfnum leikmanna í deildinni.
Grindavík tók á móti Tindastól í Bónus deild kvenna í smáranum í dag. Grindavík vonaðist til þess að byggja ofan á góð úrslit í síðustu umferðum á meðan Tindastóll vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut.
Tindastóll lék á als oddi í fjórða leikhluta þegar liðið sótti Þór Þorlákshöfn heim í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í sjöundu umferð Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 78-101 Tindastóli í vil en Skagfirðingar komust upp að hlið Stjörnunni á toppi deildarinnar með þessum sigri.
Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni í æsispennandi og frábærum leik í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, 92-87.
Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld.
Tindastóll vann fjórða leikinn í röð í Bónus deild karla með fjörutíu stiga stórsigri gegn Hetti, sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Lokaniðurstaða 99-59.
Þór Akureyri lagði Tindastól með sjö stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 102-95.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með orkustigið sem hans leikmenn komu með í leikinn gegn Grindavík í kvöld þegar Tindastóll landaði 90-93 sigri í Smáranum.
Tindastólsmenn sóttu tvö stig í Smárann í kvöld og urðu fyrsti til að vinna Grindavík í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur en þung byrjun felldi Grindvíkinga að þessu sinni.
Það var Valur sem lagði Tindastól á Sauðárkróki þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna, lokatölur 65-86 og gestirnir frá Hlíðarenda fóru glaðir frá Króknum í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði Tindastóll unnið tvo af þremur leikjum á meðan Valur hafði unnið aðeins einn. Því var búist við hörkuleik.
Það var Tindastóll sem sigraði Hauka í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld en úrslit leiksins voru 106-78. Haukar hafa þar með ekki reynst nein fyrirstaða í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu, eftir töp gegn Hetti og Grindavík einnig.
Tindastóll heimsótti Njarðvík á nýjan heimavöll, IceMar-höllina í kvöld þegar 3. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það voru nýliðar Tindastóls sem sóttu sterkan sigur 76-77 í spennandi leik.
Njarðvík mætti Tindastól í þriðju umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld þegar lið Njarðvíkur spilaði sinn fyrsta leik í nýju húsi, IceMar-höllinni. Tindastóll tók sterkan sigur á útivelli 76-77.
Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær.
Tindastóll vann ellefu stiga útisigur gegn ÍR 82-93 í 2. umferð Bónus deildar karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var þó ósáttur með spilamennsku liðsins.
Stólarnir eru komnir á blað í Bónus-deildinni eftir ellefu stiga sigur gegn ÍR 82-93. Heimamenn voru yfir í hálfleik en voru teknir í bakaríið í síðari hálfleik.
Israel Martin, þjálfari Tindastóls var kampa kátur eftir fyrsta sigur sinna kvenna í efstu deild. 103-77 varð niðurstaðan í kvöld gegn Stjörnunni.
Stjarnan mætti full sjálfstrausts eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í fyrstu umferð en liðið steinlág fyrir nýliðum deildarinnar. 103-77 tap varð niðurstaðan gegn Tindastóli, sem vann sinn fyrsta sigur í efstu deild.
KR bar sigur orð af liði Tindastóls í Bónus Deildinni í dag á Sauðárkróki, lokatölur í leiknum voru 85-94, þægilegur sigur KRinga.
Nýliðar Bónus deildar kvenna, Aþena og Tindastóll, mættust í fyrstu umferð. Þar fór heimaliðið Aþena með öruggan tuttugu stiga sigur, 86-66.
Pavel Ermolinskij segir að sér hafi mistekist að koma áherslunum sínum til skila til leikmanna Tindastóls. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta þætti GAZins, nýs hlaðvarps í umsjón Pavels.
Í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, munu Selfoss og KFA mætast.
Stjarnan tók á móti Tindastól í Garðabæ í dag en leikurinn var síðasti leikur liðanna á þessu tímabili. Þetta var þriðja og síðasta umferð neðri hluta Bestu deildar kvenna en Stólarnir þurftu að sigra Stjörnuna með tveimur mörkum til að komast upp fyrir Garðbæinga í töflunni.
Murielle Tiernan og félagar í Fram tryggðu sér sæti í Bestu deild kvenna í fótbolta á næsta ári með stórsigri á deildarmeisturum FHL í lokaumferðinni.
Tindastóll spilar í Bestu deild kvenna í fótbolta þriðja árið í röð á næsta ári, eftir að hafa sent Fylki niður í Lengjudeildina í dag. Keflavík féll einnig, með 4-4 jafntefli við Stjörnuna.
Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu.
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls var mjög ánægður með leik síns lið í dag en Tindastóll lagði Keflavík 2-1 í neðri hluta Bestu deildar kvenna.
Tindastóll vann Keflavík 2-1 á Sauðárkróki í dag í hörkuleik. Leikurinn var fyrsti leikur í neðra umspili Bestu deildarinnar.