UMF Njarðvík

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 89-83 | Stólarnir á leið í úrslit

Tindastóll fékk Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða leik númer fjögur í seríunni sem Tindastóll leiddi 2-1. Leikurinn var jafn í upphafi en Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik. Góður þriðji leikhluti heimamanna bjó til forustu sem reyndist of mikil fyrir gestina frá Njarðvík. Lokatölur 89-83 fyrir Tindastól og spila þeir um Íslandsmeistaratitilinn við Val.

Körfubolti
Fréttamynd

Richotti: Þetta er alls ekki búið

Nicolas Richotti, leikstjórnandi Njarðvíkinga, var að vonum gífurlega ánægður með sigur sinna manna fyrr í kvöld á Tindastóli 93-75. Honum fannst að andlegi þátturinn hafi spilað stærri rullu en körfuboltageta. Hann var spurður að því hvað hafi skilað sigrinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Aliyah Collier: Börðumst allar mínúturnar

Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn fyrir Njarðvíkinga þegar þær grænklæddu lögðu Hauka í leik númer þrjú í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fyrr í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Trúi á frasann vörn vinnur titla“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í skýjunum með ellefu stiga sigur í Ólafssal 59-70. Njarðvík leiðir því úrslitaeinvígið 1-0 í Subway-deild kvenna. 

Sport
Fréttamynd

Logi Gunnars: Væri geggjað að fá Keflavík

Njarðvík er komið áfram í undanúrslit eftir að hafa sópað KR-ingum út úr úrslitakeppni Subway-deildar karla, 3-0. Njarðvíkingar unnu KR 91-63 í þriðja og síðasta leik einvígisins. Fyrirliðinn Logi Gunnarsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Rúnar: Áttum glimrandi fyrri hálfleik

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með stórsigur í Dalhúsum 51-72. Úrslit leiksins þýddu að Njarðvík leiðir einvígið 1-2. 

Sport
Fréttamynd

Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn

„Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 99-90 KR | Deildarmeistararnir náðu loks að leggja KR

Deildarmeistarar Njarðvíkur tóku á móti KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hart var tekist á. Alvöru úrslitakeppnisleikur hér í kvöld og rífandi stemming í húsinu. KR-ingar hafa haft gott tak á Njarðvíkingum í vetur og völtuðu yfir þá síðast þegar liðin mættust, svo það má segja það hafi verið smá pressa á deildarmeisturunum fyrir þennan leik.

Körfubolti