„Hrikalega ánægður að koma hérna í uppáhalds húsið mitt og taka tvö stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. október 2023 18:28 Rúnar Ingi var mættur með Dallas Mavericks derhúfu annan leikinn í röð og skilaði sigri annan leikinn í röð. Hann tekur hana varla niður úr þessu, en hann á reyndar nokkrar til skiptanna. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna kvenna sem lögðu Hauka nokkuð örugglega í Ólafssal í dag en lokatölur leiksins urðu 49-72. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira