Besta deild karla

Lendir í því að sogast einhvern veginn að boltanum
Farið var yfir mark KR í 1-1 jafntefli liðsins við Breiðablik í Stúkunni að loknum leikjunum í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöld. Varnarmenn Breiðabliks virtust aðeins gleyma sér og var í kjölfarið refsað.

Sjáðu mörkin úr óvæntum sigri ÍA, fyrstu mörk sumarsins á Greifavelli, sigurmark Lennon og glæsimark Höskuldar
Hér að neðan má sjá mörkin úr síðustu fjórum leikjum Pepsi Max deildar karla.

Óskar Hrafn: Erfitt að vera dómari í eigin sök
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir leikinn á Meistaravöllum, bæði með úrslitin og frammistöðu sinna manna.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum
KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld.

Rúnar: Þeir sköpuðu ekki neitt
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefði viljað fá þrjú stig gegn Breiðabliki í kvöld en liðin gerðu 1-1 jafntefli á Meistaravöllum.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0 | Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí
FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri.

Aron Snær: Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik
Aron Snær Friðriksson markmaður Fylkis var svekktur í leiks lok eftir 1-0 tap gegn FH. Aron Snær átti frábæran leik í kvöld og því niðurstaðan ansi svekkjandi.

Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri
KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag.

Blikar þegar með fleiri mörk en helmingur liðanna í fyrra en mæta KR-grýlunni
Ef að Breiðablik ætlar að sækja að Val í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta þarf liðið að kveða KR-grýluna í kútinn í kvöld. KR getur komist í 2. sæti með sigri.

Heimir: Höfðum engan áhuga á að spila fótbolta og hvað þá að berjast
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna á Akranesi í dag.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi
ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá.

Fjórtán prósent koma frá Breiðabliki
Knattspyrnuunnandinn Leifur Grímsson hefur undanfarin sumur birt skemmtilega tölfræði úr Pepsi Max deildinni.

Morten aftur í FH
Morten Beck Andersen er kominn aftur í FH eftir að hafa verið lánaður til ÍA fyrr í sumar.

Tímabilinu lokið hjá Hrannari: „Einn mesti sársauki sem ég hef fundið“
Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, hefur sett sér það markmið að vera klár í slaginn þegar nýtt Íslandsmót í fótbolta hefst næsta vor. Hann er með slitið krossband í hné.

Helgi Valur kannast ekki við að hafa sagst ætla að hætta
Fyrr í mánuðinum birtist grein þar sem fullyrt var að Helgi Valur Daníelsson myndi leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. Helgi, sem varð fertugur í vikunni, segist þó ekki kannast við það að hafa látið þau ummæli út úr sér.

Yfir 130 milljónir í húfi fyrir íslenskan fótbolta í kvöld og Valur fær 120
FH, Breiðablik og Stjarnan eiga öll möguleika á að komast áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag. Fyrir hvert félag er 300.000 evru vinningsfé, eða tæpar 44 milljónir króna, í húfi eða samtals rúmar 130 milljónir. Íslandsmeistarar Vals hafa svo þegar tryggt sér 120 milljónir króna vegna Evrópuleikja í sumar.

Þórir Jóhann seldur til Ítalíu
Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason ferðast til Lecce á Ítalíu í dag og gengur þar endanlega frá samkomulagi við samnefnt félag sem spilar í næstefstu deild.

Óli Jóh krækir í nafna sinn
FH hefur samið við varnarmanninn Ólaf Guðmundsson en hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. FH staðfesti félagaskiptin í kvöld.

Fékk þrjú stig á fertugsafmælinu
Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson varð fertugur í gær og fagnaði stórafmælinu með góðum sigri á KA-mönnum.

Þórður í klandri í Kórnum: „Ætlar að gera einhverjar krúsídúllur“
Þórður Ingason, markvörður Víkinga, kom sér í klípu er hann var að dútla með knöttinn í leik Víkings og HK í Pepsi Max deild karla. Var það til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Öll mörkin úr mánaðarlangri 12. umferð: Skæri Orra klipptu Brkovic niður
Þrjú mörk voru skoruð þegar tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta lauk í gærkvöld með tveimur leikjum. Mörkin þrjú voru öll skoruð í Árbæ þar sem Fylkir vann KA 2-1. Öll mörkin úr umferðinni má nú sjá á Vísi.

Lof og last 12. umferðar: Sindri Kristinn, Arnþór Ingi, Orrarnir tveir í Árbæ og liðum að fatast flugið
Tólftu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk loks í gærkvöld. Hún hófst þann 16. júní en vegna landsleikja og Evrópuleikja færðist hún til svo henni lauk loks þann 13. júlí. Mikið gekk á í umferðinni og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last.

Pálmi skýtur alltaf í sama hornið og Sindri las hann
Síðastliðinn mánudag vann KR 1-0 sigur gegn Keflavík þar sem Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins. Pálmi Rafn Pálmason misnotaði víti fyrir KR-inga og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni, er búinn að taka eftir ákveðnu mynstri í spyrnum Pálma.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum
HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið þurftu á þrem stigum að halda, en markalaust jafntefli þýðir að liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KA 2-1 | Mikilvægur heimasigur í Árbænum
Fylkir tók á móti KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Fylkismenn stukku úr tíunda sæti upp í það sjötta með mikilvægum 2-1 sigri.

Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik
Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið.

Ólafur Stígsson: Mjög sáttur við strákana
Ólafur Stígsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld gegn KA eftir erfitt gengi undanfarið. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn færast fjær fallbaráttunni.

Vonast til að vera klár fyrir næsta leik eftir „hné í læri af dýrari gerðinni“
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, átti svo sannarlega viðburðaríkan leik er lið hans tapaði 0-1 fyrir KR á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla. Sindri Kristinn fékk þungt högg á þriðju mínútu, kláraði leikinn og varði vítaspyrnu.

„Sindri, fokking skammastu þín“
„Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla.

„Það sem við köllum gott svindl“
Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær.