Besta deild karla

Fréttamynd

„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“

Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hlutir sem Skaga­menn sætta sig alls ekki við

Jón Þór Hauks­son, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu um­ferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virki­lega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmti­legum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­sáttur Ólafur á förum

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég fer bara sáttur á koddann“

KR gerði jafntefli við FH í þriðju umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta er þriðja jafntefli KR-inga í röð og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, þokkalega sáttur með niðurstöðuna í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Adam Ægir hefði al­veg mátt gefa á mig“

Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Vals þegar liðið bar sigurð af KA, 3-1, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Jónatan Ingi komst trekk í trekk í góðar stöður í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þessu. Þessi leikni kantmaður kveðst ekki missa svefn þó þrennan hafi ekki litið dagsins ljós. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sagði leikmenn sína ekki hafa byrjað að spila eins og lagt var upp fyrr en um miðjan fyrri hálfleik þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í leik liðanna á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“

„Þetta var alvöru liðsheild sem sigldi þessum sigri heim og Vestri með sjö stig eftir þrjá leiki, maður biður nú ekki um mikið meira“ sagði Daði Berg Jónsson eftir að hafa skorað og gefið stoðsendingu í 0-2 sigri Vestra gegn ÍA. Hann er ekkert að pæla í því hvort Víkingar sakni hans.

Íslenski boltinn