
Besta deild karla

KR-ingar meira en tíu klukkutímum fljótari í sjö mörkin í ár
Benoný Breki Andrésson innsiglaði sigur KR í Garðabænum í Bestu deild karla í fótbolta á föstudagskvöldið en Vesturbæjarliðið er með fullt hús og sjö mörk eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Sjáðu þrennu Viktors og vítavörsluna sem bjargaði Val
Viktor Jónsson skoraði fyrstu þrennu Bestu deildar karla í fótbolta í sumar í gær og Frederik Schram varð fyrstur til að verja vítaspyrnu í sumar. Nú er hægt að sjá mörkin og vítavörsluna hér inn á Vísi.

„Gott að verja frá svona góðum fótboltamanni“
Ólafur Kristófer Helgason átti flottan leik í marki Fylkis gegn Val í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og þurfti Ólafur í nokkur skipti að láta til sín taka í markinu.

„Margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta“
Arnar Grétarsson þjálfari Vals fannst Valsmenn eiga meira skilið úr leik liðsins gegn Fylki í kvöld en markalaust jafntefli. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu beitta á síðasta þriðungi vallarins.

Uppgjörið: Fylkir - Valur 0-0 | Markverðirnir í aðalhlutverki í Lautinni
Valur og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í Bestu deild karla í Árbænum í kvöld. Markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki og meðal annars varði Fredrik Schram víti í marki Vals.

„Þungu fargi af manni létt“
Fyrsta þrenna tímabilsins í Bestu deild karla leit dagsins ljós í dag en það var framherji ÍA, Viktor Jónsson, sem skoraði þrjú mörk á rúmlega tíu mínútna kafla.

„Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega“
Það var létt yfir Jóni Þóri Haukssyni, þjálfara ÍA, eftir stórsigur Skagamanna á HK í Kórnum í dag. Leikurinn endaði 4-0 fyrir ÍA og er liðið komið þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla en HK er enn með eitt stig eftir jafntefli í fyrstu umferð.

Uppgjörið og viðtöl: HK - ÍA 0-4 | Skagamenn komnir á blað
Skagamenn gerðu góða ferð upp í efri byggðir Kópavogs í dag en liðið vann HK 4-0 í 2. umferð Bestu deildar karla. Stigin þrjú eru fyrstu stig ÍA á tímabilinu en liðið tapaði á móti Val í fyrstu umferð en HK er enn með eitt stig.

Eyþór Aron genginn í raðir KR
KR hefur staðfest komu framherjans Eyþórs Arons Wöhler og mun hann leika með liðinu næstu þrjú árin.

Gunnar Jarl: Aukaleikarar sem ættu ekki að skipta sér af
Gunnar Jarl Jónsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þar ræddi hann meðal annars agaleysi á varamannabekkjum liða á Íslandi og spjaldveitingar í upphafi móts.

„Að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið”
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir erfitt að vinna þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk líkt og FH gerði á Greifavellinum í dag og fór með 3-2 sigur af hólmi gegn lærisveinum Hallgríms.

Eyþór Wöhler á leið í KR
Framherjinn Eyþór Aron Wöhler er á leið í KR samkvæmt öruggum heimildum Vísis.

„Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“
Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins.

„Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin“
Vestri tapaði öðrum leik sínum í röð í Bestu deild karla þegar liðið heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í dag, 4-0. Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliðanna, var svekktur með úrslitin eftir að hafa farið með jafna stöðu inn í hálfleik.

Uppgjör og viðtöl: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri
FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat.

„Maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann“
Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika í 4-0 sigri liðsins á nýliðum Vestra í Bestu deild karla. Breiðablik náði ekki að bjróta ísinn fyrr en í síðari hálfleik.

Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 4-0 | Vondur dagur hjá Vestra
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur gegn Vestra í 2. umferð Bestu deildar karla á Kópavogsvelli í dag.

Hugsaði heim til konunnar og barnsins: „Vorum allir í sjokki“
Betur fór en á horfðist þegar að bifreið, sem flutti nokkra leikmenn Bestu deildar liðs Vestra, valt og endaði utan vegar í krefjandi færð þegar liðið hélt heim á leið til Ísafjarðar eftir leik gegn Fram um síðastliðna helgi. Flytja þurfti einn leikmann liðsins, Sergine Modou Fall, á sjúkrahús en hann var skömmu síðar útskrifaður eftir skoðun og ber sig nú vel.

„Ívar hafði ekki kjarkinn í að gefa Heimi rautt spjald“
Dómgæslan var á allra vörum eftir 1. umferð Bestu deildar karla og fannst flestum of langt vera gengið í að spjalda leikmenn. Yfir 50 spjöld fóru á loft.

„Þetta var ekki fallegt“
Axel Óskar Andrésson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í Bestu deildinni í aðeins sínum öðrum leik fyrir KR.

Uppgjörið: Stjarnan - KR 1-3 | KR-ingum tókst loks að vinna fyrstu tvo
KR hrósaði 3-1 sigri þegar þeir heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ í annarri umferð Bestu deildar karla. Allt stefndi í jafntefli en tvö mörk undir lokin tryggðu KR annan sigurinn í jafnmörgum leikjum, fyrsta sinn síðan 2013 sem það tekst.

Meira en áratugur síðan KR byrjaði mótið á tveimur sigurleikjum
Gregg Ryder getur í kvöld tekist það sem engum þjálfara hjá KR hefur tekist undanfarin ellefu ár.

KR-ingar líta í kringum sig: „Þetta er mikill skellur“
Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa.

Markið tekið af Kennie Chopart
Kennie Knak Chopart fær ekki markið skrá á sig í sigurleik Fram á móti Vestra í fyrstu umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi.

Bjóst við tíu leikjum ekki tíu árum
Daninn Patrick Pedersen skoraði um helgina sitt hundraðasta mark í efstu deild hér á landi og er því kominn í fámennan hóp manna með þriggja stafa tölu. Hann stefnir á að verða markahæstur í sögu deildarinnar.

HK fékk fyrstu sekt sumarsins
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sektað HK um 7000 krónur vegna fjölda gulra spjalda sem liðið fékk þegar það heimsótti KA í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

Aðalmarkvörðurinn framlengir á meðan varamarkvörðurinn riftir
Ólafur Kristófer Helgason hefur framlengt samning sinn við Fylki til ársins 2027. Á sama tíma fékk Jón Rivine samningi sínum við félagið rift.

Dýrast að sjá Gylfa eða vera seinlátur Vesturbæingur
Gríðarlegur áhugi var á fyrstu umferð tímabilsins í Bestu deild karla í fótbolta og vel mætt á leikina. Það getur þó kostað allt að 3.500 krónur að fá miða á völlinn.

Fáránlegar legghlífar nýjasta leikmanns HK
George Nunn gekk nýverið í raðir HK og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar. Um er að ræða enskan framherja sem á einhverjar áhugaverðustu legghlífar sem sögur fara af.

Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum
„Þetta kemur til af áherslum sem við fáum frá Knattspyrnusambandi Evrópu,“ sagði Egill Arnar Sigurþórsson, formaður dómaranefndar KSÍ, um þann fjölda gulra spjalda sem fóru á loft í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.