

Einn efnilegasti leikmaður landsins samdi í gær við Skagamenn í efstu deild karla í knattspyrnu. Hann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana.
Halldór Árnason segir að það leggist vel í hann að taka við Blikunum og fá tækifæri á stóra sviðinu. Hann segir að verkefnið sé bæði stórt og spennandi.
Keflavík féll úr Bestu deildinni í fótbolta í sumar og það má búast við talsverðum breytingum á leikmannahópi liðsins.
ÍA, sigurvegari Lengjudeildar karla í sumar, hefur samið við framherjann unga, Hinrik Harðarson.
Fótboltaþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfarastörfum í fótboltaheiminum. Staðan þar er eins og á almennum vinnumarkaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur í tvígang rætt við forráðamenn knattspyrnudeildar KR varðandi þjálfarastöðuna hjá karlaliði félagsins sem nú er á lausu. Sigurður Ragnar er mikill KR-ingur, ber taugar til félagsins og er á þeirri skoðun að það eigi að ráða KR-ing í þjálfarastöðuna. Félagið geti hins vegar ekki beðið lengi eftir því að ráða inn nýjan þjálfara.
Theodór Elmar Bjarnason skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt KR á dögunum. Hann sagði það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að vera áfram í Frostaskjólinu þrátt fyrir það óvissuástand sem þar ríkir.
Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokksliðs karla hjá Breiðabliki í knattspyrnu. Eyjólfur hefur starfað hjá Blikum síðan á síðasta ári.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.
Haugesund og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks, eru hársbreidd frá því að ná samkomulagi.
Theodór Elmar Bjarnason hefur skrifað undir nýjan tveggja ár samning við KR en félagið greindi frá þessu í morgun.
Keppni í Bestu deild karla lauk um helgina. Vísir hefur tekið saman fimm leikmenn sem svöruðu á einhvern hátt fyrir sig í sumar, eftir erfitt síðasta tímabil af ýmsum orsökum.
Ísafjarðarbær hefur ákveðið að flýta framkvæmdum á gervigrasvöllum bæjarins vegna sætis Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Samúel Samúelsson, formaður Vestra, er himinlifandi með tíðindin.
Eetu Mömmö og Dani Hatakka munu ekki spila með FH í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Þeir koma báðir frá Finnlandi.
Oliver Ekroth, miðvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2026.
Örvar Eggertsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá HK. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Garðabæjarliðið.
FH á þrjá leikmenn sem hafa skorað yfir hundrað mörk fyrir karlalið félagsins í öllum keppnum og þeir eru nú komnir með sérvegg í Kaplakrika.
Knattspyrnumenn Suðurlands munu flestir ekki minnast sumarsins 2023 með hlýju enda gengi bestu liða landshlutans skelfilegt.
Stúkan valdi Birni Snæ Ingason besta leikmann Bestu-deildar karla í knattspyrnu í uppgjörsþætti sínum eftir að tímabilið kláraðist í dag. Birnir átti frábært tímabil með Víkingum þar sem hann varð Íslands- og bikarmeistari.
Eggert Aron Guðmundsson var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins í Bestu-deild karla í uppgjörsþætti Stúkunnar eftir að lokaumferðinni lauk í dag.
Halldór Árnason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni.
Síðasti leikur Bestu deildar karla árið 2023 fór fram í dag þegar Breiðablik tók á móti Stjörnunni. Fyrir leik var Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig á meðan Breiðablik var sæti neðar með 41 stig. Svo fór að lokum að Stjarnan vann 0-2 sigur og tryggði sér í leiðinni þriðja sætið í Bestu deildinni árið 2023.
Lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í gær að einum leik undanskildum. Erling Agnarsson skoraði þrennu áður en Víkingar lyftu Íslandsmeistaraskildinum, Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu gegn sínum gömlu félögum og ÍBV féll eftir jafntefli í gegn Keflavík.
Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans hjá ÍBV féllu úr Bestu deild karla í fótbolta í dag. Þar af leiðandi hefur Hermann fallið níu sinnum á ferli sínum sem leikmaður og þjálfari og þar að auki einu sinni sem aðstoðarmaður knattspyrnustjóra.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður eftir frammistöðu síns líðs gegn Val í Bestu deild karla í dag þar sem Víkingur vann 5-1.
Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjamanna sagði lið ÍBV hafi aldrei náð að komast á nægilega gott skrið í sumar og átt erfitt með að tengja saman úrslit. ÍBV leikur í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var í skýjunum með að hafa náð að halda liðinu í Bestu-deildinni.
KA vann HK í lokaumferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var það ljóst að KA myndi hafna í sjöunda sætinu og hreppa Forsetabikarinn á meðan HK átt enn tölfræðilegan möguleika á því að falla þó svo að ansi margt þyrfti að gerast til þess.
Fylkir rúllaði yfir Fram og bjargaði sér frá falli. Heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og skoruðu þrjú. Fylkir bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik og Fylkir og Fram verða í Bestu-deildinni á næsta tímabili.