Besta deild karla

Fréttamynd

„Þetta er rosalega KR-legt“

KR-ingar byggja sóknarleik sinn mikið á spili upp kantana. Það skilaði sér í báðum mörkum þeirra í 0-2 sigri KR gegn Keflavík á laugardag á gervigrasinu fyrir utan Nettó-höllina í Bestu deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var þolin­mæðis­verk“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur á Keflavík í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum í Keflavík í dag og er liðið komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fastan og fótboltinn fari vel saman

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ætlar hann að skjóta úr þessu?“

„Hvað er í gangi þarna, eigum við að ræða þetta eitthvað? Ég ætla að gera ráð fyrir því að hann sé á æfingasvæðinu og sé að setja boltann af þessu færi í samskeytin mjög reglulega. Annars getur ekki verið að hann fái að skjóta boltanum þaðan. Hvaða vitleysa er þetta?“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Bestu deildar Stúkunnar sem var vægast sagt hissa á tilraun Sveins.

Fótbolti
Fréttamynd

Vindurinn stendur undir nafni

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Birkir Már Sævarsson er með gælunafnið „Vindurinn“ vegna þess gríðarlega hraða sem hann býr yfir. Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall virðist ekkert farið að hægjast á Birki Má sem var fljótasti leikmaður Vals í 1. umferð Bestu deildar karla.

Íslenski boltinn