Bjóst við tíu leikjum ekki tíu árum Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2024 08:00 Patrick Pedersen er kominn í 100 marka klúbbinn og stefnir á markamet Tryggva Guðmundssonar. Vísir/Einar Daninn Patrick Pedersen skoraði um helgina sitt hundraðasta mark í efstu deild hér á landi og er því kominn í fámennan hóp manna með þriggja stafa tölu. Hann stefnir á að verða markahæstur í sögu deildarinnar. Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira
Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira