Fótbolti

Fréttamynd

Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á ó­vart á gervi­hnatta­öld

Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Garnacho frá næstu vikurnar

Ungstirnið Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, verður frá næstu vikurnar eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í markalausu jafntefli liðsins við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hender­son ekki með á Berna­béu

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður ekki með sínum mönnum í kvöld þegar liðið mætir á Santiago Bernabéu í Madríd og reynir að snúa einvíginu gegn Real Madríd sér í vil. Stefan Bajcetic verður einnig fjarverandi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ofur­kraftur minn er að skora mörk“

„Þetta er stórt kvöld. Í fyrsta lagi er ég stoltur af því að spila í þessari keppni, ég elska það. Fimm mörk! Að vinna 7-0 er ótrúlegt,“ sagði norski markahrókurinn Erling Braut Håland eftir ótrúlegan sigur Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfara Elíasar Rafns sparkað

Danska úrvalsdeildarfélagið Midtjylland hefur ákveðið að láta þjálfara sinn, Albert Capellas, fara. Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson leikur með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiðablik í undanúrslit

Breiðablik vann öruggan 2-0 sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli nú rétt í þessu. Sigurinn tryggir liðinu sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ó­trú­leg hæfi­leika­verk­smiðja Ben­fi­ca

Benfica frá Portúgal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það eitt og sér er ef til vill ekki það merkilegt, ótrúlegustu lið slysast langt í Meistaradeildinni ár frá ári. Að Benfica geti það þrátt fyrir að selja hverja stórstjörnuna á fætur annarri, ár eftir ár, er hins vegar ótrúlegt.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill sjá réttan upp­bótar­tíma sama hver staðan er

Pierluigi Collina var á sínum tíma besti knattspyrnudómari í heimi en starfar í dag sem yfirmaður dómaramála hjá Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Hann vill sjá dómara bæta við réttum uppbótartíma í lok leikja sama hver staðan er þar sem hvert mark getur skipt máli.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern á toppinn í Þýska­landi

Íslendingalið Bayern München er kominn á topp þýsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Duisburg í kvöld. Tvær íslenskar landsliðskonur komu við sögu.

Fótbolti