Fótbolti

Fréttamynd

Daníel Leó á skotskónum þökk sé Kristali Mána

Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna var á ferð og flugi í Evrópu í kvöld. Íslendingalið Sönderjyske stefnir á dönsku úrvalsdeildina. Þá virðist Rúnar Þór Sigurgeirsson vera í góðum málum hjá Willem II í Hollandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Bræður munu berjast í Mal­mö: „Vona að þeir standi sig vel“

Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál

FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur ekki tíma til að vera stressaður

Laugardalsvöllurinn er vaktaður allan sólarhringinn þessa vikuna. Pulsan er mætt aftur og er um fjórtán gráðu heitt fyrir innan hana. Blikar leika í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Man City og RB Leipzig bæði komin á­fram

Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ óskar eftir að spila heima­leiki sína er­lendis

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi.

Fótbolti
Fréttamynd

Grýttu platpeningum í „Dollarumma“

Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar AC Milan tók á móti París Saint-German í Meistaradeild Evrópu. Stuðningsfólk heimaliðsins tók „vel“ á móti Donnarumma.

Fótbolti
Fréttamynd

„Stolt, þakk­lát og auð­mjúk“

Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki á­huga

Ljóst er að kosið verður um nýjan for­mann Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði lands­lagið hjá ein­stak­lingum sem hafa verið orðaðir við for­manns­fram­boð hjá KSÍ eða verið í um­­ræðunni í tengslum við em­bættið undan­farin ár.

Íslenski boltinn