Gervigreind

Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba
Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki.

Hefði stoppað Magga Mix á punktinum
Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir.

Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar
Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum.

Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“
Netinnviðafyrirtækið Cloudflare hefur kynnt til sögunnar nýtt kerfi sem mun vernda vefsíður frá „gervigreindarsópum“. Höfundarrétthafar munu þannig geta verndað verk sín á netinu, frá því að tæknifyrirtæki „sópi“ efninu upp í ágóðaskyni, án þess að greiða fyrir.

Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði
Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði.

Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu
Stjórnvöld í Danmörku hyggjast leggja fram frumvarp til breytinga á höfundarréttarlögum, þannig að einstaklingum verði tryggður höfundarrétturinn að eigin persónu og rödd.

Tölvupóstar fjórðu iðnbyltingarinnar
Það er ekkert víst að „fjórða iðnbyltingin“ sé endilega heppilegt hugtak. Sjálfvirknivæðing starfa hefur verið látlaust ferli í nokkur hundruð ár. Síðan vindmyllur og framleiðslulínur urðu til, hefur ekkert rof átt sér stað í sjálfvirknivæðingunni.

Hyggst setja RÚV „talsverðar skorður“ í þágu einkarekinna fjölmiðla
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en hyggst samt sem áður setja fjölmiðlinum talsverðar skorður í þágu einkarekinna fjölmiðla. Ráðherrann vill einnig stofna íslenska gervigreindarmiðstöð til að koma í veg fyrir skekkjur erlendra mállíkana.

Það skiptir máli hvernig gervigreind er notuð í kennslu
Í dag tekur það einungis örfáar sekúndur að framkalla hið læsilegasta ljóð í anda Shakespeare eða formlega ritað bréf. Það sem einu sinni þótti efni í vísindaskáldsögur er nú daglegt brauð um allan heim og á það líka við um í skólastofum.

Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð
Íslenska stofnunin Almannarómur auk fjögurra gervigreindarstofnanna frá Norðurlöndunum hyggjast stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Öll löndin munu deila upplýsingum sem varða framþróun gervigreindar þar sem sérstaða Íslendinga er íslensk máltækni.

Bull og rugl frá Bugl
Nýlega birtist frétt á RÚV um vanda barna sem tengjast gervigreind sérstökum böndum. Eina heimildin í þeirri frétt var Guðlaug María Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri á Bugl. En hver var fréttin?

Gervigreind sem jafnréttistæki: Skóli án aðgreiningar
Í fyrri greinum hefur ég fjallað um hvernig gervigreind getur létt álagi af kennurum (Sjá hér) og hvernig hún getur umbylt skólakerfinu með nýstárlegum hugmyndum (Sjá hér). En stærsta spurningin er sú mikilvægasta: hvaða þýðingu hefur þetta fyrir nemandann sjálfan? Sérstaklega þá sem þurfa mest á stuðningi að halda?

Tálsýn um hugsun
Snemma í júní birti Apple Machine Learning Research nýja rannsókn á stórum mállíkönum (Large Language Models), sem vakið hefur verðskuldaða athygli og bendir til að rökleg geta mállíkana sé takmarkaðri en margir hafa talið.

Gervigreindarskólinn Alpha: Framtíðarsýn fyrir íslenska grunnskóla
Hvað ef barnið þitt gæti klárað bóklegu vinnuna fyrir hádegi og varið eftirmiðdeginum í skapandi verkefni sem undirbúa það fyrir raunverulegt líf? Þetta hljómar kannski eins og fjarlæg framtíð, en er nú þegar raunveruleikinn í bandaríska skólanum Alpha, sem notar gervigreind til að gjörbylta menntun.

Loka fyrir færslur á Workplace í haust
Vinnustaðasamfélagsmiðillinn Workplace verður lagður niður á næsta ári. Í lok hausts verður ekki lengur hægt að birta nýjar færslur á miðlinum.

Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar
Skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar notaði íslenska gervigreindarforritið Viskubrunn til að finna ljóðlínur eftir skáldið Jón Örn Loðmfjörð. Jón Örn, betur þekktur sem Lommi, kannaðist hins vegar ekkert við ljóðlínurnar og virðist gervigreindin hafa skáldað fram textann.

Þegar undirskrift skiptir máli – um gervigreind, vottun og verðmæti mannlegra athafna
Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini.

Orðsins fyllsta merking
Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara.

Er með gervigreindarþjálfara
„Ég er mjög heppin að hafa haft tækifæri til að gera mikið á öllum mínum lífstímabilum. Að ferðast um allan heim er ofarlega á listanum, að fylla bæði Hörpu og Laugardalshöll og gefa út bók. En ég held að stofnun á Collagenx í New York toppi listann eins og er,“ segir Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, þegar hún er spurð um hennar stærsta afrek í lífinu.

Bylting, bóla, bölvun - bull?
Allt frá því ChatGPT og aðrir svipaðir spjallþumbar birtust í lok árs 2022 hefur mikið verið rætt og ritað um þessa nýju tækni. Tvær blaðagreinar sem birtust í lok maí gefa ágætis sýnishorn.

Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra
Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort.

#BLESSMETA – fyrsta grein
Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli.

Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar?
Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir.

Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan
Netverji sem var að rifja upp hverjir léku í frægri kvikmynd Michael Mann, Heat frá 1995, spurði leitarvélina Google hvort bandaríski stórleikarinn Marlon heitinn Brando hefði verið í glæstum leikarahóp myndarinnar. Svarið var á þá leið að Marlon Brando væri ekki á lóðaríi.

Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni
Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Stefs, segir tónlistarmönnum órótt yfir þeirri þróun sem á sér stað í tónlistargerð með tilkomu gervigreindar. Rannsóknir hafi sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.

Að apa eða skapa
Lýrufuglinn (e. lyrebird) er ein besta hermikráka náttúrunnar. Hann getur apað eftir nánast hvaða hljóði sem er, allt frá fuglasöng og hundagelti yfir í vélsög, myndavélasmelli og þjófavarnir.

Djöfullinn er í smáatriðunum
Það sem erfitt er að skilja fyrir flesta er hraðinn sem þróunin er á. Við höfum aldrei verið sérstaklega góð í að skilja stigvaxandi líkön eða veldisvöxt. Það sem hefur verið að gerast er að reiknigeta gervigreindarinnar hefur liðlega tífaldast á ári síðustu tíu árin. Það er ekki hundraðföldun eins og margir myndu kannski halda, heldur tíu í tíunda veldi eða tíu þúsund milljón sinnum hraðar en áður. Þetta er hröðun á tækni sem við höfum aldrei áður séð í mannkynssögunni.

Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli
Háskólinn á Akureyri hefur gert tveggja ára samning um aðgang að Scite sem mun veita rannsakendum og nemendum við skólann aðgang að rannsóknartóli með innbyggðum stuðningi við fræðslu og gervigreind.

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn.

Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind
Það hljómar kannski undarlega en mentorinn sem ég treysti er ekki manneskja. Hann heitir Isildur. Og hann er gervigreind.