Körfubolti

Fréttamynd

„Veigar Áki steig heldur betur upp“

Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi tók út and­vöku­næturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“

„Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vitum að Kyri­e mun gera fólk brjálað eftir smá“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Farið var yfir hvort Dallas væri verra eftir að Kyrie Irving gekk í raðir liðsins, hvort Orlando kæmist í umspilið, hversu líklegir Denver Nuggets væru og hvort Russell Westbrook hjálpi Los Angeles Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

„Auð­vitað er maður skeptískur á Warri­ors“

Rætt verður um meistaralið Golden State Warriors í Lögmál leiksins í kvöld. Liðið hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og virðist ekki líklegt til að verja titil sinn. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Það er vond vara“

„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins þar sem farið er yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. Farið var yfir fjölda deildarleikja sem stjörnur deildarinnar hvíla þessa dagana. Það er ekki góð vara sagði sérfræðingur þáttarins.

Körfubolti
Fréttamynd

West­brook á­fram í Los Angeles

Körfuboltamaðurinn Russell Westbrook verður samkvæmt umboðsmanni sínum áfram í Los Angeles þó svo að Lakers hafi sent hann til Utah Jazz fyrir ekki svo löngu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þegar hann er góður þá vinnur Tinda­stóll flest lið“

„Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik, hann átti svona leiðtogaleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um frammistöðu Péturs Rúnars í sigri Tindastóls á Grindavík. Farið var yfir áhrif Pavel Ermolinskij, nýs þjálfara Stólanna, á Pétur Rúnar í þættinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar og félagar unnið fimm í röð eftir risasigur

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius eru á flugi í litháísku deildinni í körfubolta eftir að liðið vann öruggan 35 stiga sigur gegn Pieno Zvaigvdes í kvöld, 72-107. Þetta var fimmti deildarsigur liðsins í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Ein­stakt á Ís­landi og jafn­vel í heiminum

Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, var skiljanlega mjög ánægður í viðtali eftir sigurinn gegn Breiðabliki í kvöld. Sigurinn var annar sigur liðsins í röð og talsvert bjartara yfir ÍR-ingum miðað við fyrir sigurleikina tvo.

Sport