„Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2023 20:30 Kári Jónsson var allt annað en sátur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Kári Jónsson, leikmaður Vals, var virkilega ósáttur við spilamennsku liðsins er Valsmenn sóttu Þór heim til Þorlákshafnar. Valsmenn máttu þola 32 stiga tap og Kári segir að heimamenn hafi verið mun sterkari á öllum sviðum leiksins. „Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
„Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti