Skordýr
Moskítóflugan lifði kuldakastið af
Moskítóflugan virðist hafa lifað af kuldakastið sem reið yfir landið í vikunni. Skordýraáhugamaður rak augun í flugu í gærkvöldi.
Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna
Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga.
Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra
Moskítófluga sem fannst um helgina í Kjós er af tegund sem er sérlega lunkin við að halda sér á lífi á veturna. Sérfræðingur segir tímaspursmál hvenær hún verði búin að dreifa sér um land allt. Koma flugunnar veldur heilbrigðisyfirvöldum ekki hugarangri.
Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki par sáttur við þær fréttir að moskítóflugur séu komnar til landsins. Hann óttast að hafa verið sá fyrsti sem varð flugunum að bráð hér á landi.
Tegundin sé líklega komin til að vera
Moskítóflugan sem fannst í Kjós um helgina er af tegund sem er algeng og útbreidd um alla Evrópu og þrífst vel í köldu loftslagi. Líklegt er að tegundin sé komin til að vera en Náttúrufræðistofnun fylgist með.
Moskítóflugan mætt til Íslands
Moskítóflugan er komin til landsins. Skordýraáhugamaður í Kjósinni fékk moskítóflugur af báðum kynjum í heimsókn um helgina og búið er að greina tegundina. Segja má að síðasta vígið sé fallið.
Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ
Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson byrjaði í faginu því hann vildi hefna sín á köngulónni sem beit hann í æsku. Hann er vinsæll meindýraeyðir og getur farið í allt að þrettán útköll á dag út af silfurskottum.
Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar
Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að gríðarleg aukning hafi orðið á tilkynningum vegna veggjalúsar á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum hafi útköll vegna þeirra verið að jafnaði eitt á viku, en þau séu orðin allt að þrjú á dag.
Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs
Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi.
Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið
Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí.
Sást ekki til sólar fyrir mýi
Vistfræðingur sem staddur var á Mývatni þegar mýflugnager vaknaði til lísins segir annað eins ekki hafa sést í yfir hálfa öld. Að hans sögn sást ekki til sólar þrátt fyrir að það væri heiðskírt.
Moskítóflugur muni koma til Íslands
Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum.
„Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“
Sífellt fleiri þurfa að leita til meindýraeyðis vegna veggjalúsar í híbýlum sínum. Meindýraeyðir segir að óværunni hafi fjölgað verulega síðustu misseri og býst við frekari aukningu.
„Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“
Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Áslaug Arna fór í meðferð til að vinna bug á köngulóafælni
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fór í köngulóafælnimeðferð sem virðist hafa borið árangur.
Uppgötvuðu nýja köngulóartegund og nefndu eftir Vigdísi
Vísindamenn hafa uppgötvað nýja ættkvísl og tegund af könguló frá Madagaskar, sem nefnd var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Þetta kemur fram í nýbirtri vísindagrein, sem unnin var meðal annars af Inga Agnarssyni, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands.
Fóstruðu þrastarunga í 15 daga í Hafnarfirði
Þeir háma í sig tugi ánamaðka á dag þrastarungarnir, sem hafa verið í fóstri á heimili í Hafnarfirði síðustu daga eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.
Lúsmý verði bráðlega komið um allt land
Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, segir lúsmýið munu brátt hafa breitt úr sér um allt land. Lúsmýið hafi greinst nýverið á Austfjörðum þar sem það hafði ekki greinst áður. Hann segir lúsmýið komið til að vera á Íslandi öllu nema yst á annesjum.
Allt önnur viðbrögð við lúsmýbiti í dag
Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn.
Vísbendingar um að lúsmýið sé komið á kreik
Borið hefur á því að fólk á höfuðborgarsvæðinu vakni með bit með tilheyrandi útbrotum og kláða. Vatnalíffræðingur segir að ekki sé hægt að fullyrða að um lúsmý sé að ræða, bitin gætu verið flóabit eða eftir bitmý. Lúsmýið geri þó einmitt yfirleitt atlögu að nóttu til og fari venjulega á kreik í júnímánuði.
Kakkalakkar á göngum Landspítalans Fossvogi
Þýskættaðir kakkalakkar dreifðu sér um nýrnadeild Landspítalans fyrir nokkrum vikum, þegar erlendur ferðamaður lagðist þar inn með farangur sinn meðferðis. Spítalinn telur að búið sé að útrýma óværunni og öll starfsemi á deildinni er að komast í eðlilegt horf.
Til varnar líffjölbreytileika
Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar.
Meinleysisgrey sem séu lífríkinu afar mikilvæg
Vatnalíffræðingur segir ekkert óvenjulegt við mýflugna„faraldur“ sem herjað hefur á íbúa Vatnsendahverfis í Kópavogi undanfarna daga. Þróunin sé þvert á móti jákvæð, enda sýni hún fram á heilbrigt vistkerfi.
Beðnir um að senda börnin sín með net vegna flugnafaraldurs
Foreldrar barna í Vatnsendaskóla í Kópavogi hafa verið beðnir um að senda flugnanet með börnunum sínum í skólann. Ástæðan er mikill flugnafaraldur sem nú geysar í Vatnsendahverfinu.
Páfiðrildi við Krónuna í Skeifunni
Í gær náðust myndir af fallegu rauðbrúnu fiðrildi við Krónuna í Skeifunni. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands er um að ræða páfriðlidi eða Aglais io.
Rottan dreifi sér og sæki í gullnámuna
Eitt óvinsælasta dýr landsins, rottan, hefur dreift sér töluvert á höfuðborgarsvæðinu og sést á fleiri stöðum en áður. Þetta segir meindýraeyðir sem telur lífrænu sorptunnurnar meðal sökudólga.
Skordýr í kryddi og glerbrot í súpu
Krydd sem var flutt inn af Krónunni og selt í verslunum hennar hefur verið innkallað vegna þess að skordýr fannst í því. Þá hefur Sælkerabúðin ákveðið að innkalla súpu því að í henni fundust glerbrot.
Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum
Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt.
Fékk búslóðina mölétna úr geymslu: „Það var allt morandi í flugu og eggjum“
Steinunn S. Þorsteins Ólafardóttir sótti búslóð sína úr geymslu í upphafi þessa árs og hefur frá þeim tíma barist við mölflugur á heimili sínu. Búslóðin hafði þá verið í geymslunni í tíu mánuði. Hún hefur þurft að henda fatnaði, dóti og fleiru í kjölfarið sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum.
Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri
Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum.