Ástin á götunni

Fréttamynd

Mætti með skopparabolta á blaðamannafund

Þótt Norðmenn hafi að litlu að keppa gegn Íslandi annað kvöld vilja þeir gefa tóninn fyrir næstu undankeppni. Þeir eru vel meðvitaðir um gæði íslenska liðsins en ætla sér þó sigur á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Moa reyndi að leika á blaðamann

Mohammed Abdellaoue, framherji norska landsliðsins, er mikill grallari ef marka má viðbrögð hans þegar blaðamaður Vísis óskaði eftir að ná af honum tali á blaðamannafundi liðsins í Osló í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Um átta þúsund miðar seldir

Norðmenn virðast hafa lágmarksáhuga á landsleiknum gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Aðeins átta þúsund miðar höfðu selst fyrir helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Töskurnar fóru á undan

Sigurður Þórðarson, liðsstjóri karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var mættur á Keflavíkurflugvöll klukkan sex í morgun með farangur liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

766 mínútna bið Gylfa á enda

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur á Laugardalsvellinum í gær og innsiglaði með því sigur íslensku strákanna sem eru í öðru sæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir. Þetta var fyrsta landsliðsmark Gylfa á Laugardalsvellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fannar varði tíu skot en það dugði ekki gegn Belgum

Íslenska 19 ára landsliðið tapaði 0-2 á móti Belgíu í undankeppni EM en riðill íslenska landsliðsins fer einmitt fram í Belgíu. Íslenska liðið hefur þar með aðeins eitt stig eftir tvio fyrstu leiki sína en Belgarnir eru komnir áfram þegar einn leikur er eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Sækjum til sigurs í Osló

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck fagnaði góðum úrslitum í gærkvöldi þótt frammistaðan hafi oft verið betri. Enginn fékk gult spjald svo allir ættu að vera klárir í slaginn í stærsta leik karlaliðsins frá upphafi í Osló.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn í okkar höndum

Eftir mikla þolinmæðisvinnu strákanna okkar lönduðu þeir 2-0 sigri gegn Kýpur á Laugardalsvelli í gær. Eurovision-umræða og tilheyrandi pressa hafði lítil áhrif.

Fótbolti
Fréttamynd

Bendtner kláraði næstum því Ítala á Parken

Nicklas Bendtner snéri aftur í danska landsliðið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Ítölum á Parken í undankeppni HM 2014 í í kvöld. Sigur hefði komið Dönum upp í annað sæti riðilsins en Ítalir höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og farseðil til Brasilíu næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Belgar komnir á HM - Lukaku með bæði mörkin

Belgía tryggði sér farseðilinn á HM í Brasilíu með því að vinna 2-1 útisigur á Króatíu í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli. Belgum nægði bara jafntefli en hafa nú átta stiga forskot á Króatíu þegar aðeins einn leikur er eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Hver á að skora fyrir Norðmenn?

Norðmenn gera sér enn vonir um að ná 2. sætinu í E-riðli undankeppni HM. Það gera þeir vinni þeir báða leikina sem þeir eiga eftir. Norðmenn eru í fjórða sæti í E-riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir, stigi á eftir Slóvenum og tveimur stigum á eftir Íslendingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona er staðan í Evrópuhluta undankeppni HM 2014

Ísland er ekki eina þjóðin sem er að berjast fyrir farseðli á HM í Brasilíu í kvöld því mikil spenna er í flestum riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir mæta Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 og stíga skref í átt að sumarferð til Brasilíu með sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert hatur á Laugardalsvellinum á morgun

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir á morgun Kýpur í undankeppni HM fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll en það seldist upp á leikinn fyrir löngu. Íslenska liðið getur stigið skref í átt að því að komast á HM í Brasilíu með sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mögnuð endurkoma gegn Frökkum

Íslenska 19 ára landsliðið í fótbolta náði í stig á móti Frökkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag þrátt fyrir að vera 0-2 undir þegar aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér 2-2 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi verður að halda sig í treyjunni

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, hélt blaðamannafund í dag fyrir leik Íslands og Kýpur sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun og þar kom hann inn á gulu spjöldin og hættu leikmanna liðsins að fara í bann í lokaleiknum út í Noregi.

Fótbolti