Ástin á götunni

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Kefla­vík 3-1 | Fram nældi í mikilvæg stig og felldi um leið Keflavík

Fram bar sigurorð af Keflavík með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í fallbaráttuslag í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Fram innbyrti gríðarlega mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr deildinni með þessum sigri og felldi um leið Keflavík sem kveður deild þeirra bestu eftir tveggja veru þar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“

„Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mann hefur dreymt um þessa stund“

„Fyrst og fremst algjörlega frábært að enda þetta tímabil svona, fara beint upp í efstu deild þar sem manni sem Skagamanni finnst að Skaginn eigi að vera og það sem maður ólst upp við,“ sagði Arnór Smárason um frábæran endi ÍA á tímabilinu en liðið leikur í Bestu deild karla í knattspyrnu að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar strá salti í sár Blika

Víkingur varð á laugardag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á KA. Eðlilega var sigurinn auglýstur við Fífunna, þar sem Breiðablik hefur aðsetur en liðin hafa eldað grátt silfur undanfarin misseri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sif Atla­dóttir leggur skóna á hilluna

Landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Hún hefur undanfarin ár spilað með Selfossi í Bestu deild kvenna en liðið er fallið niður í Lengjudeildina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri Fannar: Fannst ég skulda liðinu þetta

Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmark af dýrari gerðinni þegar íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla bar sigurorð af því tékkneska í undankeppni EM 2025 á Víkingsvellinum í dag. 

Fótbolti