Ástin á götunni

Árni Gautur meiddi sig á betri öxlinni í Kýpurleiknum
Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands varð að yfirgefa völlinn á 39. mínútu í vináttuleiknum á móti Kýpur í dag. Árni Gautur var augljóslega meiddur á vinstri öxlinni en hann hefur lengi glímt við meiðsli á þeirri hægri. Árni Gautur hefur því ekki góða minningar úr 70. leiknum sínum fyrir A-landsliðið.

Rúrik: Ég verð bara að halla mér meira yfir boltann næst
Rúrik Gíslason skoraði fullkomlega löglegt mark í markalausu jafntefli karlalandsliðsins í fótbolta á móti Kýpur í vináttulandsleik í dag en enginn af dómurum leiksins sá að boltinn fór inn fyrir línuna.

Þrjú sláarskot en ekkert mark á móti Kýpverjum í Larnaca
Ísland og Kýpur gerðu markalaust jafntefli í í vináttulandsleik á Kýpur í dag en þjóðirnar mætast eins og kunnugt er í undankeppni Evrópumótsins sem hefst næsta haust.

Ólína í nýrri stöðu á miðjunni á móti Portúgal - byrjunarliðið klárt
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Portúgal en liðin mætast þá í leik um níunda sætið á Algarve-mótinu.

Bjarni Þór tryggði strákunum dýrmætt stig í Magdeburg
Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins.

Byrjunarliðið hjá U21 - Gylfi ekki leikfær
Klukkan 16.45 í dag verður flautaður á ansi mikilvægur leikur hjá U21 landsliði Íslands gegn Þýskalandi ytra. Eyjólfur Sverrisson þjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Veigar fór ekki með til Kýpur
Styrkur íslenska landsliðsins sem leikur á Kýpur á miðvikudag fer þverrandi en nú síðast gekk Veigar Páll Gunnarsson úr skaftinu.

Fengu á sig fimm mörk á 25 mínútum
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Svíum, 5-1, er liðin mættust á Algarve Cup í dag.

Algarve Cup: Byrjunarlið fyrir leikinn gegn Svíum klárt
Kvennalandsliðs Íslands í fótbolta dvelur þessa dagana í Portúgal þar sem liðið tekur þátt í gríðarlega sterku æfingarmóti á Algarve sem heitir Algarve Cup.

Algarve Cup: Byrjunarlið Íslands klárt fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum
Kvennalandslið Íslands í fótbolta dvelur þessa dagana í Portúgal þar sem það tekur þátt í Algarve Cup. Íslensku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í sínum fyrsta leik í mótinu í dag kl. 15 að íslenskum tíma og hefur landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Eyjólfur velur U-21 árs hópinn
Eyjólfur Gjafar Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2011.

Íslenska landsliðið: Bjarni valinn aftur í hópinn
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, tilkynnti í dag 20 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Kýpur sem fram fer þann 3. mars næstkomandi.

Pape skoraði fyrir Fylki en var síðan fluttur á sjúkrahús
Pape Mamadou Faye skoraði eitt þriggja marka Fylkis í 3-1 sigri á Stjörnunni í leik liðanna í Lengjubikarnum í kvöld. Hin mörk liðsins skoruðu þeir Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson. Þorvaldur Árnason skoraði mark Stjörnunnar.

Léttir sigrar hjá ÍBV og Víkingi í Lengjubikarnum
Víkingur og ÍBV fóru vel af stað í Lengjubikarnum í gær, Víkingur vann 3-0 sigur á KA en ÍBV vann 6-0 stórsigur á ÍR. Þór vann síðan 1-0 sigur á Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Hólmfríður var að hugsa um að hætta í fótbolta
Hólmfríður Magnúsdóttir er að hefja sitt fyrsta tímabil í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta með Philadelphia Independence. Fyrir rúmum tveimur árum var hún þó að íhuga að hætta í fótbolta en þetta kemur fram í viðtali við hana Í afmælisriti KR sem kom út í gær og er fjallað um á heimasíðu KR.

Dagný varð langmarkahæst í Reykjavíkurmótinu
Valskonan Dagný Brynjarsdóttir varð langmarkahæst í Reykjavíkurmóti kvenna sem lauk með öruggum sigri Valskvenna um helgina. Dagný skoraði 9 mörk í fjórum leikjum Hlíðarendaliðsins eða fimm mörkum meira en þær næstu á listanum.

Sigurður Ragnar fer með fimm nýliða til Algarve
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt hvaða 20 leikmenn verði í íslenska hópnum í Algarve-bikarnum sem hefst með leik við bandaríska landsliðið 24. febrúar næstkomandi.

KSÍ búið að reisa styttu til minningar um Albert Guðmundsson
Knattspyrnusamband Íslands hefur látið búa til styttu til minningar um Albert Guðmundsson, fyrsta íslenska atvinnumannsins í knattspyrnu, og mun afhjúpun hennar verða á laugardaginn klukkan 18.30.

Kristinn dæmir leik Shaktar og Kalmar í kvöld
Knattspyrnudómararnir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín dæma á Copa del Sol mótinu á Marbella á Spáni en þar keppa sex lið frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi auk Shaktar Donetsk frá Úkraínu og CSKA Moskvu.

Kristján Finnbogason framlengir við Gróttu
Kristján Finnbogason, fyrrum markvörður KR, hefur ákveðið að taka slaginn með Gróttu í 1. deildinni næsta sumar. Kristján skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag.

KSÍ skilaði hagnaði upp á tæpar 50 milljónir króna
Knattspyrnusamband Íslands er búið að birta ársreikning sinn fyrir árið 2009 og það er óhætta að segja að rekstur sambandsins hafi gengið vel á síðasta ári því auk þess að greiða upp erlend skammtímalán vegna framkvæmda við skrifstofu- og fræðslusetur KSÍ þá skilaði sambandið hagnaði upp á 50 milljónir króna sem er mun betra heldur en áætlun gerði ráð fyrir.

Dregið í riðla í undankeppni EM 2012 í fótbolta
Það kemur í ljós á sunnudaginn hverjir verða mótherjar karlalandsliðs Íslands í fótbolta í undankeppni EM 2012 en lokakeppnin fer fram í Póllandi og Úkraínu að þessu sinni.

Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar
Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar eins og leit jafnvel út fyrir um tíma því Daninn snjalli hefur samið við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum fotbolti.net.

Helgi Sig byrjar vel hjá Víkingi - mark í fyrstu þremur leikjunum
Helgi Sigurðsson hefur byrjað afar vel hjá Víkingum en hann hefur skorað í fyrstu þremur leikjum liðsins á Reykjavíkurmótinu. Helgi skoraði annað marka Víkings í 2-0 sigri á ÍR í gær.

Björk með tvennu í fyrsta leiknum sínum með Val
Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk í fyrsta mótsleik sínum með Val þegar Valskonur unnu 10-0 sigur á Þrótti í fyrsta leik sínum í Reykjavíkurmótinu. Dagný Brynjarsdóttir var með þrennu í leiknum.

Katrín náði leik með KR í jólafríinu - skoraði tvö í bursti á HK/Víking
Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir náði að spila einn leik með KR áður en hún hélt aftur til náms á vesturströnd Bandaríkjanna. Katrín skoraði tvö mörk í 6-0 sigri KR á HK/Víking í opnunarleik Reykjavíkurmóts kvenna í Egilshöllinni í gærkvöldi.

Fyrsti mótsleikur Valsmanna undir stjórn Gunnlaugs í kvöld
Reykjavíkurmót karla í knattspyrnu hefst í Egilshöllinni í kvöld en þá fara fram tveir leikir, annarsvegar viðureign Vals og Víkings sem hefst kl. 19:15 og hinsvegar leikur KR og ÍR sem hefst kl. 21:00.

Willum Þór búinn að vinna fyrsta titilinn með Keflavík
Keflavík og ÍBV urðu í gær Íslandsmeistarar í innanhúsknattspyrnu en úrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni. Keflavík vann 6-5 sigur á Víði í úrslitaleiknum í karlaflokki en ÍBV vann 5-1 sigur á Þrótti í úrslitaleik kvenna.

Fyrsti æfingahópur kvennalandsliðsins á árinu
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 25 manna æfingahóp fyrir fyrstu æfingahelgi ársins sem er handan við hornið.

Tveir nýir íslenskir FIFA-dómarar staðfestir
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010. Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín eru báðir orðnir FIFA-dómarar í fyrsta sinn og þá er Andri Vigfússon fyrstur íslenskra Futsal dómara á alþjóðlegan lista.