Ástin á götunni

Fanndís líklega með á móti Noregi
U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu mætir Noregi í opnunarleik sínum á lokakeppni EM sem fram fer í Hvíta-Rússlandi þessa dagana en íslensku stelpurnar eru auk Noregs með Svíþjóð og Englandi í riðli.

Framarar komnir áfram í Evrópukeppninni eftir sigur í Wales
Framarar unnu 2-1 sigur á The New Saints F.C. í seinni leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram í Oswestry í Englandi. Fram er því komið áfram 4-2 samanlagt.

Þórunn Helga valin í landsliðið fyrir tvo vináttuleiki
Þórunn Helga Jónsdóttir, leikmaður brasilíska liðsins Santos, er eini nýliðinn í 20 manna hópi sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið fyrir vináttulandsleiki við England og Danmörku.

Toppslagur í 1. deildinni á Selfossi í kvöld
Tvö efstu lið 1. deildar karla mætast í toppslag á Selfossi í kvöld. Heimamenn í Selfossi taka þá á móti Haukum. Selfoss er í efsta sætinu og hefur þriggja stiga forskot á Hauka sem getur náð toppsætinu af þeim með sigri.

Valur og KR mætast í bikarnum
Í dag var dregið í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni karla og undanúrslit VISA-bikarkeppni kvenna í höfuðstöðvum KSÍ.

Sara: Tapið hvatti okkur áfram
Sara Björk Gunnarsdóttir sagði að það hefði reynst Blikum vel að tapa fyrir Þór/KA í deildinni á föstudaginn síðastliðinn.

Umfjöllun: Naumur sigur Breiðabliks í bikarnum
Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna.

Slá Eyjastelpur þriðja úrvalsdeildarliðið út í kvöld?
Kvennalið ÍBV hefur gert frábæra hluti í VISA-bikar kvenna í sumar en 1. deildarliðið er komið alla leið í átta liða úrslit þar sem Eyjastúlkur mæta Fylki í Árbænum klukkan 19.15 í kvöld.

Búin að skiptast á að vinna hvort annað
Breiðablik og Þór/KA mætast í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna á Kópavogsvellinum í kvöld aðeins fjórum dögum eftir að liðin mættust í Pepsi-deildinni. Liðin eru nú að mætast í fimmta sinn á þessu ári og hafa þau skipts á því að vinna innbyrðisleiki sína.

Leikið í VISA-bikar kvenna í kvöld
Spennan magnast í VISA-bikar kvenna en í kvöld fara fram athyglisverðir leikir í átta-liða úrslitunum. Boðið verður upp á tvær innbyrðis viðureignir Pepsi-deildarliða þar sem Breiðablik og Þór/KA mætast annars vegar og Stjarnan og KR hins vegar.

Framlengt í fimm leikjum en engin vítaspyrnukeppni
Framlengja þurfti fimm leiki af átta í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla sem lauk í kvöld. Aldrei þurfti þó vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.

Atli: Þekkti varla leikmennina
Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn.

HK tryggði sér sigur á Reyni með þremur mörkum í framlengingu
Þrjú mörk frá þeim Þórði Birgissyni, Hafsteini Briem og Calum Þór Bett tryggðu HK 5-2 sigur á Reyni Sandgerði í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla á Kópavogsvelli í kvöld. HK varð því áttunda og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.

Tíu KR-ingar slógu Víðismenn út úr bikarnum
Tíu KR-ingar náðu að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars karla með því að vinna 2-0 sigur á Víði í Garði í kvöld. Björgólfur Takefusa skoraði fyrramarkið á 42. mínútu en Guðmundur Pétursson innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. KR-ingar léku manni færri næstum því allan seinni hálfleikinn.

Umfjöllun: Sigurbjörn tryggði Val sigur á KA
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hetja Valsmanna er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á KA með marki í lok framlengingarinnar. Þetta var leikur í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 2-2.

Gummi Ben sjóðheitur í bikarleikjunum á móti Víði
Guðmundur Benediktsson fær væntanlega að spila í KR-liðinu á móti Víði í VISA-bikar karla í kvöld ef Logi Ólafsson hefur kynnt sér söguna. Guðmundur hefur nefnilega skorað 5 mörk í 2 bikarleikjum sínum á móti Víði.

Eina taplausa lið landsins heimsækir Valsmenn í kvöld
Valur tekur á móti KA í VISA-bikar karla í fótbolta í kvöld en Akureyrarliðið er eina karlalið landsins sem hefur ekki tapað leik í sumar. Leikur liðanna í 16 liða úrslitunum hefst klukkan 18.00 á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

VISA-bikar karla í kvöld - Fyrsti leikur Atla með Val
Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar.

Umfjöllun: Sex mörk Fylkismanna
Fylkir vann 6-1 stórsigur á Fjarðabyggð í lokaleik dagsins í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Árbænum í kvöld.

Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur
“Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni.

Umfjöllun: FH vann óverðskuldað í Eyjum
Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn.

Selfoss á toppinn - Sævar með fernu
Selfyssingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ þar sem þeir unnu 0-4 sigur gegn Aftureldingu í lokaleik 9. umferðar 1. deildar karla í kvöld.

Hannes: Erum betri en þetta lið
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, lék sinn fyrsta Evrópuleik í kvöld eins og flestir aðrir leikmenn Safamýrarliðsins. Hann var nokkuð sáttur við sigurinn en samt smá svekktur með að hann hafi ekki orðið stærri miðað við þróun leiksins.

Umfjöllun: Fram vann heimasigur á TNS
Framarar unnu í kvöld 2-1 sigur á TNS frá Wales í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni en leikið var á Laugardalsvelli. Safamýrarpiltar byrjuðu leikinn illa og það tók þá nokkurn tíma að finna taktinn.

Keflavík steinlá á Möltu
Keflavík mætti maltneska liðinu Valletta ytra í dag en þetta var fyrri leikur liðanna í hinni nýstofnuðu Evrópudeild UEFA.

Ísland féll á heimslistanum
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 93. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA. Liðið fellur um eitt sæti.

Eyjastúlkur fara í Árbæinn
Í dag var dregið í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni kvenna þar sem tvö 1. deildarlið voru með í pottinum.

KA upp í þriðja sæti 1. deildar
KA er komið upp í þriðja sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Víkingi frá Ólafsvík í dag. Sigur norðanmanna var aldrei í hættu en þeir skoruðu þrjú mörk gegn engu.

Selfoss aftur á toppinn - Sævar með tvö
Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Selfoss í 2-1 sigri liðsins á Fjarðabyggð. Leiknum var að ljúka á Selfossi en hann var mjög fjörugur.

Haukar skutust á topp 1. deildar
Áttunda umferð 1. deildar karla í fótbolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. Haukar unnu góðan 1-3 útisigur gegn Víking Reykjavík og skutust þar með á topp deildarinnar.