Ástin á götunni

Fréttamynd

Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“

Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birgir aftur í KA eftir að Valur í­hugaði að fá hann

Bakvörðurinn Birgir Baldvinsson mun spila með KA í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar en það virtist nær frágengið að hann myndi enda í Val. Hinn 21 árs gamli Birgir hefur leikið með Leikni Reykjavík á láni undanfarin þrjú tímabil en ávallt verið samningsbundinn uppeldisfélagi sínu KA.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri Adolp­hs­son í Stjörnuna

Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum að stækka sem félag“

„Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Við erum gríðarlega ánægðir og stoltir í dag,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ánægður eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Sigurinn gulltryggði KA annað sæti deildarinnar. 

Fótbolti