Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður ADHD samtakanna kallar eftir því að öllum föngum sé hleypt í ADHD greiningarferli strax við upphaf afplánunar, enda séu fjölmargir með ógreindar raskanir í fangeslum. Hlúa þurfi mun betur að þessum hópi sem oft glími við afleiðingar þess að engin hjálp hafi staðið til boða í æsku.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Dómari hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem handteknir voru í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti á Selfossi í fyrradag. Mennirnir verða í gæsluvarðhaldi til 5. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við nýjan forseta ASÍ en Finnbjörn A. Hermannsson var sjálfjörinn í embættið í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um ópíóðafaraldurinn sem geysar nú í landinuu en óvenju mörg ungmenni hafa látið lífið undanfarið eftir ofneyslu slíkra efna. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður heyrum við í Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB en á hádegi í dag hefst atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá BSRB fólki sem starfar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um bátsbrunann í Njarðvík í nótt en þar lét einn skipverja lífið og tveir aðrir slösuðust. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um hið óhugnalega mál í Hafnarfirði þar sem maður á þrítugsaldri var stunginn til bana. Fernt er í haldi lögreglu grunað um verknaðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Fjórir Íslendingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags eftir að hafa verið handteknir í tengslum við andlát pólsks manns á þrítugsaldri við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði í fyrradag. Boðað hefur verið til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13 í dag til stuðnings vinum hans og vandamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar vegna strands flutningaskips á Húnaflóa. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í fréttatímanum verður fjallað um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að heimila kjarnorkuknúnum kafbátum að hafa viðkomu hér við land.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um vandræði hjá notendum kreditkorta um helgina en fjölmargir hafa lent í því að vitlaust hafi verið rukkað fyrir færslur þar sem aukastafir hafa færst til.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að málið sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitastjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitastjóra. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál knattspyrnumannsins Gylfa Sigurðssonar en lögreglan í Manchester á Englandi gaf það út nú rétt fyrir hádegi að hann væri laus allra mála.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um fjármálastöðu sveitarfélaganna sem mörg hver standa höllum fæti nú um stundir. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stór hópur fólks þarf að leita aðstoðar hjálparsamtaka um páskana að sögn framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið og verðhækkanir undanfarinna missera farnar að bíta.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ískenskur krabbameinslæknir segir fréttir um að bóluefni við krabbameini gætu litið dagsins ljós innan fárra ára spennandi. Sagan sýni þó að rannsóknir taki oftast lengri tíma en áætlað er. Við ræðum við lækninn um þessi tíðindi í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í morgun í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál ungrar stúlku sem fannst um borð í báti í gær eftir að leitað hafði verið að henni. Skipverji á bátnum var handtekinn við komuna í land en honum sleppt að lokinni skýrslutöku.

Innlent
Fréttamynd

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. Víðir greinir frá stöðu mála á Austurlandi í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um þau tíðindi sem bárust í morgun af fjölmiðlamarkaði þar sem tilkynnt var um að Fréttablaðið komi ekki lengur út eftir um 22 ára útgáfu og að sjónvarpsútsendingum Hringbrautar hafi einnig verið hætt.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Umræður á Alþingi um mögulega vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra verða fyrirferðarmiklar í hádegisfréttum Bylgjunnar að þessu sinni. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna fyrir austan en veðurspáin versnar þar í kvöld og hætta á frekari snjóflóðum. 

Innlent