Innlent

Katrín hugsar sig um og þing­flokkar funda um fram­tíðina

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um forsetakosningar sem framundan eru en tveir frambjóðendur bættust í hópinn í gærkvöldi og í morgun. 

Það eru þeir Jón Gnarr og Guðmundur Felix Hauksson. 

Að auki er mikið um að vera í fundarherbergjum Alþingis en ríkisstjórnarflokkarnir hittast allir sitt í hvoru lagi síðar í dag til skrafs of ráðagerða. Sterkur orðrómur er nú uppi um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætli sér í framboð einnig og hún staðfestir nú að hún sé að hugsa málið alvarlega.

Þá heyum við í Íslendingi sem búsettur er í Taívönsku borginni Hualein sem varð illa úti í öflugum jarðskjálfta í nótt. 

Í íþróttapakkanum verður handbolti í forgrunni, deildin hér heima er að renna sitt skeið og framundan er landsleikur hjá kvennaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×