Innlent

Bindiskylda, Solaris og mögu­legt fram­boð for­sætis­ráð­herra

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Seðlabankans um að auka við bindiskyldu bankanna.

Fjármálastjóri Íslandsbanka segir ákvörðunina að vissu leyti koma á óvart. 

Einnig segjum við frá kæru sem borist hefur lögreglunni á hendur samtökunum Solaris en kærandi vill meina að söfnunin sé brot á lögum um peningaþvætti. Lögmaður samtakanna segir ekkert til í þeim ásökunum. 

Þá fáum við álit þingmanns Pírata á mögulegu forsetaframboði forsætisráðherra sem hún telur jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina.

Í sportpakkanum á körfuboltinn sviðið en lokaumferð deildarinnar fer fram í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×